Vatnsdeigsbollur

Þessar girnilegu vatnsdeigsbollur koma frá Eldhússystrum. 

 

 

Vatnsdeigsbollur
250 ml vatn (eða vatn og mjólk til helminga)
75 gr smjör
1-2 tsk sykur
125 gr hveiti
3-4 egg
salt á hnífsoddi

  1. Vatn, smjör, salt og sykur hitað saman í potti þar til smjörið er bráðnað og vatnið sýður.
  2. Takið pottinn af heitri hellunni.
  3. Búin er til hveitibolla með því að setja hveitið útí vatnið og því hrært saman þar til bollan klístrast ekki lengur við pottinn.

  4. Leyfið bollunni að kólna svolítið áður en þið hrærið eggjunum saman við.
  5. Sláið eggin í sundur, hrærið eggjunum saman við svolitlu í einu. Það er ágætt að nota hrærivél og nota þá K-ið – ég hræri þó í höndunum með sleikju.
  6. Passið að degið verði ekki of þunnt þannig að það leki til, það má vera að ekki þurfi öll eggin.
  7. Setjið degið í sprautupoka eða notið 2 matskeiðar við að búa til bollur á bökunarpappír.

Bakið við 190°c í 20-30 mínotur. Fer eftir stærð bollunnar.

ATH. Mikilvægt er að ofninn sé nægilega heitur og ALLS EKKI opna ofninn á meðan bollurnar eru að bakast.

 

 

Í þessar tilteknu bollur setti ég hindberjasultu, rjóma blandaðan með litlum daim-kúlum, súkkulaðiglassúr og svo stráði ég daim-kúlum ofan á bollurnar. Þetta var virkilega gott þó að ég segi sjálf frá 😉


Endilega smellið á like á Facebook síðu Eldhússystra.

eldhussystur

 

 

SHARE