
Þessar girnilegu vatnsdeigsbollur koma frá Eldhússystrum.
Vatnsdeigsbollur
250 ml vatn (eða vatn og mjólk til helminga)
75 gr smjör
1-2 tsk sykur
125 gr hveiti
3-4 egg
salt á hnífsoddi
- Vatn, smjör, salt og sykur hitað saman í potti þar til smjörið er bráðnað og vatnið sýður.
- Takið pottinn af heitri hellunni.
- Búin er til hveitibolla með því að setja hveitið útí vatnið og því hrært saman þar til bollan klístrast ekki lengur við pottinn.
- Leyfið bollunni að kólna svolítið áður en þið hrærið eggjunum saman við.
- Sláið eggin í sundur, hrærið eggjunum saman við svolitlu í einu. Það er ágætt að nota hrærivél og nota þá K-ið – ég hræri þó í höndunum með sleikju.
- Passið að degið verði ekki of þunnt þannig að það leki til, það má vera að ekki þurfi öll eggin.
- Setjið degið í sprautupoka eða notið 2 matskeiðar við að búa til bollur á bökunarpappír.
Bakið við 190°c í 20-30 mínotur. Fer eftir stærð bollunnar.
ATH. Mikilvægt er að ofninn sé nægilega heitur og ALLS EKKI opna ofninn á meðan bollurnar eru að bakast.
Í þessar tilteknu bollur setti ég hindberjasultu, rjóma blandaðan með litlum daim-kúlum, súkkulaðiglassúr og svo stráði ég daim-kúlum ofan á bollurnar. Þetta var virkilega gott þó að ég segi sjálf frá
Endilega smellið á like á Facebook síðu Eldhússystra.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.