Vefverslun í stöðugri uppbyggingu og fjölbreytt úrval

Ég stofnaði Jamal.is þann 08.08.20 og átti því litla búðin mín 3 ára afmæli í þessum mánuði og sumrinu er að ljúka. Mig langaði að segja ykkur örlítið frá versluninni og sýna ykkur mínar uppáhaldsneglur frá sumrinu. Jamal.is selur naglavörur, augnháravörur, vax vörur, húðvörur og förðunarvörur. Ég er síðan að vinna í öðru spennandi verkefni, en við erum komin með mikið af ilmkertum. Vefverslunin er í stöðugri uppbyggingu og alltaf að stækka.

Ég ákvað að stofna Jamal.is þar sem mér fannst vanta fjölbreytni fyrir okkur naglafræðingana á markaðinn hérna heima. Kannski líka af því að mér finnst gaman að stíga út fyrir þægindarammann og vil sjálf geta boðið uppá fjölbreyttar neglur. Einnig langaði mig að geta boðið sanngjarnt verð og sveigjanlegri og betri þjónustu. En fyrst og fremst varð ég ástfangin af vörumerkjunum sem við erum með, Neonail og Indigo Nails.

Viðskiptavinir mínir eru á öllum aldri og í ýmsum störfum, svo fjölbreytnin er mikil. Lang skemmtilegustu neglurnar eru þegar að ég fæ að fara út fyrir kassann.

Þetta sumar var án efa lang skemmtilegasta sumrið frá því að Jamal.is var stofnað.

Það sem ég elska við Jamal.is er að netverslunin skarar fram úr þegar að það kemur að framboði af allskyns skrauti og fagvörum. Enda eru rúmlega 1900 mismunandi vörur, svo úrvalið er endalaust. Einnig eru stöðugt nýjar og spennandi vörur að koma inn.

Það er eins og að kíkja með barn í nammiland að skoða allar dásemdar vörurnar. Það hefur aldrei verið jafn mikil fjölbreytni eins og í ár.

Naglafræðingar og viðskiptavinir eru farnir að tala betur saman og hver og einn er með sinn stíl. Auðvitað er lang skemmtilegast þegar að við sem vinnum fáum að leggja okkar hugmyndir á borðið. Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar að valið er form á nöglum eða litum. Sum form og litir passa ekki endilega við alla húðliti og neglur og við veljum okkur oftast það sem að við erum öruggust með, en það er sko heldur betur hægt að vinna í kringum það.

Við sem höfum menntað okkur sem naglafræðingar lærum það í náminu okkar, síðan kemur reynslan. Þetta sumar voru mikið fleiri sem þorðu að fara út fyrir kassann og þá er maður allur af vilja gerður til að fara í skemmtileg ævintýri.

Allir lesendur Hún.is fá 15% afslátt með kóðanum: hun.

Nú er tíminn til að leita á vit nýrra ævintýra.

SHARE