Vegabréf fyrir þau mikilvægustu

Þegar farið er til útlanda þá þarf vegabréf ekki satt? Við mannfólkið förum til sýslumannsins og fáum okkar vegabréf þar, en hvert fara tuskudýrin? Það er enginn sýslumaður fyrir þau er það nokkuð? Þess vegna ákvað ég bara að útbúa vegabréfin handa Herra Kinkakolli Karenarson og Herra Mola Axelsson.

Ég keypti bara bláan pappír fyrir kápuna og kremlitaðan pappír fyrir blaðsíðurnar. Pappírinn skar ég svo niður í réttar stærðir og heftaði saman. Svo skreytti ég forsíðuna með límmiða og plastaði kápuna. Svo tók ég myndir af Kinkakolli og Mola, setti inn upplýsingarnar um þá og límdi inn í vegabréfin þeirra (ásamt útprentuðu myndunum).

Ég verð að viðurkenna að mér fannst rosalega gaman að vinna að þessu föndri en svipurinn á vegabréfaeftirlitinu þegar börnin mín löbbuðu að þeim með vegabréfin sín og Kinka og Mola og báðu um stimpla í þau toppaði allt (og já, þau fengu alls staðar stimpla og bros).

 

 

SHARE