Veik stúlka fær einkatónleika frá Florence and the Machine

Hin 15 ára gamla Karinya Chen er mikill aðdáandi Indy hljómsveitarinnar Florence and the Machine. Hún ætlaði sér að fara á tónleika hljómsveitarinnar sem haldnir voru í Austin í Texas. Karinya er með sjaldgæfa tegund krabbameins og varð mjög lasin rétt fyrir tónleikana og þurfti að leggjast inn á spítala til þess að jafna sig. Hún missti  því af tónleikunum.
Daginn eftir fékk Karinya óvænta heimsókn en söngkonan Florence og gítarleikarinn Rob Ackroyd komu til hennar á spítalann og héldu einkatónleika fyrir stúlkuna.
Hér er Karinya að syngja með Florence lagið Shake It Out.

 

https://www.youtube.com/watch?v=6RyAHpJPLwQ&ps=docs

SHARE