Verðugt verkefni til að hjálpa ungum stúlkum að bæta líkamsímynd sína

Dove á Íslandi afhenti í dag 1,5 milljónir króna í líkamsmyndarverkefnið Body Project, en því er ætlað að stuðla að bættri líkamsímynd stúlkna og kvenna á Íslandi.  Til viðbótar tilkynnti fyrirtækið að 8 krónur af hverri seldri Dove vöru myndu renna til átaksins næstu 12 mánuði.

 Sjá einnig: Út fyrir þægindarammann – #sönnfegurð

Styrkurinn gerir það að verkum að hægt verður að bjóða stúlkum í framhaldsskólum landsins á námskeið sem miðar að því að efla gagnrýna hugsun gagnvart ríkjandi fegurðarviðmiðum og auka sátt þeirra við eigin líkamsvöxt.  Námskeiðið býður eitt mest rannsakaða og árangursríkasta forvarnarefni sem til er á þessu sviði og eitt fárra sem hefur bæði jákvæð áhrif á líkamsímynd og hefur jafnframt marktækt fækkað átröskunartilfellum.

 Sjá einnig: Ný auglýsing Dove leggur til að við endurskilgreinum fegurð

Dove hóf átakið #SönnFegurð formlega undir lok apríl þegar myndband með viðtölum við ungar stúlkur var birt á netmiðlum og í sjónvarpi. Ásamt því var kynnt viðamikil könnun sem framkvæmd var af Capacent með sláandi niðurstöðum um líkamsímynd íslenskra stúlkna og kvenna.  Markmið átaksins er að efla jákvæða líkamsímynd meðal stúlkna og kvenna og auka virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti og útliti í samfélaginu. Átakinu #SönnFegurð er stýrt af Dove en Body Project er sjálfstætt verkefni sem þiggur styrk frá Dove.

 

Dove hefur í rúman áratug verið leiðandi í að hvetja fjölmiðla og fyrirtæki til að skapa heilbrigðara umhverfi og hverfa frá einsleitum og óraunhæfum útlitsviðmiðunum. Til að styrkja við það mun Dove, eins og fram kemur hér að framan, láta 8 krónur af hverri seldri Dove vöru renna til Body Project næstu 12 mánuði, auk þeirrar 1,5 milljóna króna sem þegar hafa verið afhentar.

SHARE