Versace: Sjúklega seiðandi „seventís” síðkjólar í París

Sláandi fallegir síðkjólar, seventís blær með flúruðum hálsmálum, flegnu baksniði og skósíðum faldi verða áberandi í samkvæmislífinu í sumar ef marka má tískuspár sérfræðinga. Tískuvikan er hafin í París og það er vor- og sumarlína ársins sem hönnuðir opinbera – en sterkra áhrifa frá sjöunda áratugnum gætir í allri nálgun í ár.

.

atelier-versace-spring-2105-couture-45

atelier-versace-spring-2105-couture-27

.

Donnatella Versace kynnti vor- og sumarlínu ársins 2015 með glæsibrag, en Haute Couture lína ítalska hátískuhússins í París í salarkynnum Paris Chambre de commerce et d’Industrie sl. sunnudagskvöld, en þekktar hátískufyrirsætur kynntu línuna sem er hreint út sagt guðdómleg á að líta.

.

atelier-versace-spring-2105-couture-39

atelier-versace-spring-2105-couture-40

Ákveðnar og örgrandi konur, styrkur og þróttmiklar línur einkenna sumarlínuna í ár – krullaðir og sveigðir kantar sem og ævintýralega háar kjólklaufar – ekkert verður heilagt né óyfirstíganlegt í sumar þegar kventískan er annars vegar.

.

atelier-versace-spring-2105-couture-10

atelier-versace-spring-2105-couture-43

.

Sjúklega falleg a-symmetrísk snið, svo ekki meira sé sagt, sveigðar klaufar sem undirstrika kvenlegar línur og svo aftur hersveit ofurfyrirsæta; en hér má sjá alla sýninguna í heild sinni – Jourdan Dunn, Karlie Kloss, Amber Heard og fleiri svífa um pallana íklæddar seiðandi silki, flúruðum blúndum og flegnum kvöldkjólum í sterkum tónum, en sjálf línan er snjóhvít, kóngablá, eldrauð og kolsvört:

Tengdar greinar:

Gucci vor og sumar 2015: Guðdómlega sækadelísk seventís tíska í Milano

Hátískuhús Valentino kynnir drifhvíta viðhafnarlínu í New York

Fáklædd Madonna (56) í fantaformi kynnir vorlínu Versace fyrir 2015

SHARE