“Vertu meira sexí þegar þú segir orðin” – undarleg fyrirmæli við auglýsingagerð

Fyrirsæturnar sem ráðnar voru til að lesa upp lostafullan, æsandi og kynþokkafullan texta fyrir sjónvarpsauglýsingu fipuðust heiftarlega þegar í ljós kom hvert umfjöllunarefnið var.

Og það af góðri ástæðu, en þessi auglýsing, sem kom út fyrir skömmu á vegum samtakanna Save The Children í Bandaríkjunum, varpar skýru ljósi á blekkingar auglýsingaiðnaðarins og svo aftur á þann napra veruleika sem konur og börn víðsvegar um heim búa við.

Samtökin gefa meðal annars út Mæðrastuðulinn og kemur meðal annars fram í skýrslunni að nær 800 mæður og 18.000 ung börn þeirra deyji hvern dag, aðallega vegna fyrirbyggjanlegra orsaka, en nýlega umfjöllun um rannsóknarniðurstöður Mæðrastuðulsins 2014 má lesa HÉR

 

Sjón er sögu ríkari; sjáið hvernig fyrirsætunum tekst upp með textann: 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”bOXMKEnra8w”]

SHARE