Verum jákvæð! – Lífið verður svo miklu betra

Nú er komið nýtt ár og allir stefna að því að gera sig og nýja árið, með einhverju móti, aðeins betra en árið 2013. Ég hef heyrt það útundan mér að seinasta ár hafi verið mörgum erfitt, fólk hafi verið að ganga í gegnum erfiða hluti eins og að missa einhvern nákominn, misst vinnur, verið blankt og svo mætti endalaust telja.

Það er auðvelt að detta í neikvæða gírinn þegar maður upplifir marga erfiða og neikvæða hluti, en það skiptir svo ótrúlega miklu máli, að þrátt fyrir að lífið sé stundum erfitt verður maður að halda áfram að vera til. Það að hugsa alltaf: „Það á ekki af mér að ganga“ er ekki vænlegt til þess að komast yfir hlutina. Sjálf hef ég alltaf haft það sem reglu að reyna að dvelja sem minnst í fortíðinni og leiðindunum. Það er auðvitað miserfitt en ég hugsa alltaf: „Ætla ég að hafa töglin og haldirnar í þessu lífi mínu eða ætla ég að vera undir og leyfa þessu lífi bara að líða meðan ég horfi á og bíð eftir að lífið fari að vera eins og ég vil hafa það?“ Svo set ég undir mig hausinn og held áfram.

Jákvæðni kemur manni langleiðina og um leið og þú ferð að breyta neikvæðu hugsunum í jákvæðar er eins og þungi fargi sé af manni létt.

Ég var að skoða síðuna hjá Dale Carnegie og rakst á þessa punkta sem mér finnast æðislegir og langaði að deila þeim með ykkur.

 

6 leiðir til að viðhalda jákvæðu viðhorfi: 

  1. Vertu innan um jákvætt fólk.  Viðhorf er smitandi, jákvæð jafnt sem neikvæð. Umhverfið hefur mótandi áhrif og fólkið í lífi okkar eru helstu áhrifavaldar okkar. Veljum vini okkar því af kostgæfni.
  2. Lestu eða hlustaðu á jákvæðar bækur/skilaboð: Í stað þess að sökkva sér í neikvæðar fréttir er skynsamlegt að gefa sér nokkrar mínútur daglega til að lesa bækur með jákvæðum skilaboðum.
  3. Orðaðu hlutina jákvætt:  Temdu þér að nota jákvæð orð í stað neikvæðra. Í stað þess að segja “ég verð að” skaltu segja “ég vel að” …kannaðu hve miklu þessi litla breyting skilar sér í líðan þinni.
  4. Trúðu á það sem þú gerir: Það er auðveldara að viðhalda jákvæðu viðhorfi ef þú trúir á það sem þú gerir – í vinnu og í einkalífi.
  5. Ekki leyfa öðrum að draga úr þér: Stöku sinnum fær maður neikvæðar athugasemdir frá öðru fólki… það er ómögulegt að láta það koma sér úr jafnvægi.
  6. Byrjaðu núna og endurtaktu daglega: Jákvæðni er eiginleiki sem þarf að æfa og viðhalda.

Sjáðu fleiri hugmyndir á á www.dale.is

 

SHARE