Vetrarsúpa Binna

Þessi svakalega girnilega súpa er frá Eldhússystrum. Mælum eindregið með því að þið prófið hana!

 

Vetrarsúpa Binna
Fyrir minnst 8 – má auðveldlega helminga.

800 ml Passeraðir tómatar (Helst Polpa, Mutti eða Zeta)
2 msk tómatpúrra
1 flaska Heinz Chili sósa
2-3 teningar kjúklingakraftar eftir smekk
4 gulir laukar, gróft hakkaðir (Helst blandaðir laukar: rauðlaukur, schallots etc)
6 gulrætur
8 kartöflur
1.5 líter vatn
400 gr bacon
Salt og pipar
5-6 hvítlauksrif
Olía til að steikja
2 bollar rauðvín
1 líter matreiðslurjómi

Skera niður grænmeti og bacon gróft í minni bita. Gulrætur og kartöflur í stærri bita. Steikja allt saman í stórum potti með hvítlauk, salti og pipar þar til laukurinn er orðinn mjúkur.

Bæta við vatni, tómötum, púrru, rauðvíni og chilisósu. Látið malla í 1 til 1.5 tíma (mikilvægt að skera ekki suðutímann við nögl, sérstaklega út af rauðvíninu). Bæti við matreiðslurjómanum siðasta kortérið.

SHARE