Victoria Beckham hefur borðað sömu máltíðina á hverjum degi í 25 ár

Hin 48 ára gamla fyrrum Kryddpía, Victoria Beckham rekur í dag tískuvörumerkið kennt við sig sjálfa. Victoria er einnig þekkt fyrir að vera alltaf tágrönn. Eiginmaður hennar, David Beckham, sagði frá því á dögunum hvernig eiginkona hans haldi sér svona grannri og segir hann aðalástæðuna vera gamall vani og rútína sem Victoria er í raun föst í. Fyrrum knattspyrnumaðurinn kom fram í hlaðvarpinu River Cafe Table 4 og segist vera ansi tilfinningarríkur þegar kemur að mat en sömu sögu er ekki að segja af eiginkona hans.

Hinn fjögurra barna faðir sagði: „Ég verð frekar tilfinningaríkur varðandi mat og vín. Þegar ég er að borða eitthvað gott vil ég að allir prófi það. „Því miður er ég giftur einni sem hefur borðað það sama síðastliðin 25 ár. Beckham segir að Victoria fari sjaldan frá uppáhaldsréttinum sínum.

„Síðan við Victoria byrjuðum saman, borðar hún bara grillaðan fisk með gufusoðnu grænmeti. Hún hefur mjög sjaldan prófað eitthvað annað “ segir hann. Beckham man með hlýhug þegar Victoria slakaði á mataræði sínu til að gæða sér á einhverju af disknum hans. „Eina skiptið sem hún hefur smakkað eitthvað sem hefur verið á disknum mínum er þegar hún var ólétt af Harper, og það var það ótrúlegasta,“ segir hann. „Þetta var eitt af uppáhaldskvöldunum mínum. Ég man ekki hvað það var, en ég veit að hún hefur ekki borðað það síðan.

Eftir opinberun David um hversu strangt Victoria hefur haldið sig við mataræði sitt í gegnum árin, útskýrði fatahönnuðurinn það nánar í viðtali við Vogue Australia. Victoria sagði í gríni að eiginmaður hennar finnist hún leiðinleg þegar kemur að mat á meðan hún segist bara vera „mjög öguð“ þegar kemur að mat og aðhaldi.

Hún hélt áfram: „Nei. Það sem hann meinti er að hann hefur aldrei hitt neinn sem er agaðri í því hvernig þeir borða. „Ég borða mikið af hollri fitu: fisk, avókadó, hnetur og svoleiðis. Ég drekk áfengi nema ég hafi ástæðu til að gera það ekki. Ég held mig stundum frá áfengi og afeitra mig í þrjá til sex mánuði „Ég er svolítið manísk í öllu sem ég geri, hvort sem það er að borða eða æfa eða drekka eða ekki drekka. Victoria hélt áfram að afhjúpa æfingarrútínuna sína, sem felur í sér 30 mínútna hlaup upp á við á hlaupabrettinu, reglubundið pilates og „harmþrunginn klukkutími í lyftingum“. Hún tekur líka húðfæðubótarefni, drekkur eplaedik fyrst á morgnana og setur kollagenduft í kaffið sitt.

SHARE