„Við eigum öll okkar fortíð“

„Mér finnst erfitt að tala fyrir framan hóp af fólki um eitthvað sem viðkemur sjálfri mér. Þegar ég var tíu ára sem dæmi áttum við að semja ljóð í bekknum og lesa það upp en ég faldi mig undir kennaraborðinu frekar en að standa upp og lesa ljóðið,“ sagði Emilia C. Gylfadóttir okkur fyrir námskeiðið, en hún var ein af þeim sem fékk að fara á námskeið hjá Dale Carnegie.

photo 4

Hún sagði okkur að hún hafi átt erfitt með að segja skoðanir sínar og nokkrum vikum fyrir námskeiðið fór hún að finna fyrir einkennum kvíða.

Við spjölluðum við Emiliu eftir námskeiðið: „Væntingarnar mínar voru miklar og mikill spenningur var fyrir námskeiðinu, námskeiðið var svo miklu miklu meira en ég gerði mér grein fyrir. Það kom svo á háréttu augnabliki í mínu lífi. Ég ákvað að gefa mig alla í námskeiðið. Það var reyndar fyrst mjög erfitt og tókst kannski ekki í fyrstu tilraun, en varð alltaf betra og betra eftir því sem lengra leið á námskeiðið.“

Emilia segist hafa lesið í lýsingunni fyrir námskeiðið, að þegar námskeiðinu lyki, liði manni eins og þungum frakka hefði verið lyft af manni og henni hafi liðið nákvæmlega þannig. „Mig langaði reyndar ekki að námskeiðinu myndi ljúka því hver einast tími var alltaf svo skemmtilegur. Auðvitað var margt erfitt líka en það var svona gott vont erfitt.

Það hefur ýmislegt breyst hjá Emiliu en hún er flutt frá Reykjanesbæ til Kópavogs, en hún kom tvisvar í viku í bæinn með strætó til að sækja námskeiðið. „Nýja vinnan lofar góðu og ég er mjög spennt allir að aðlagast vel. Það eru bara spennandi tímar framundan.

„Það sem ég lærði meðal annars á námskeiðinu að það er í lagi að gera mistök, það kemur fyrir alla. Það sést ekki þó við nötrum innra með okkur eða svitnum í lófunum eða jafnvel titrum í röddinni,“ segir Emilia. „Það kom mér líka á óvart hversu mörgum líður nákvæmlega eins og mér þó svo að ég sjái það ekki.  Við eigum öll okkar fortíð sem gerði okkur að þeirri manneskju sem við erum í dag. Ég hafði mjög gott af því að stækka þægindahringinn minn,“ segir Emilia og bætir við að lokum „Ég þarf stöðugt að vinna í sjálfri mér alla daga og til þess að ná fram þeim breytingum sem ég vil sjá í mínu nærumhverfi þarf ég að byrja hjá sjálfri mér. Ég geri enn mistök og er alltaf að læra en núna er ég með frábæran leiðarvísi.“

 

Ókeypis kynningarfundir hjá Dale Carnegie

Næstu daga verða í boði ókeypis kynningarfundir. Þar gefst einstaklingum færi á að upplifa Dale Carnegie af eigin raun á 60 mínútum.

Skráning fer fram á hér!

DALE_merki

SHARE