„Við opnuðum hjónabandið“

ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS 

Ég er venjuleg íslensk kona, með venjulega íslenska fjölskyldu. Við maðurinn minn kynntumst í háskóla og fljótlega eftir að við kláruðum námið okkar, giftum við okkur þegar ég gekk með fyrsta barnið okkar. Við erum semsagt alveg svakalega venjuleg. Við bjuggum fyrstu 2 árin af sambúð okkar frítt í lítilli kjallaraíbúð sem foreldrar hans eiga, frítt, svo við gætum safnað fyrir útborgun á okkar eigin íbúð. Síðan þá eru liðin nokkuð mörg ár og við höfum skipt um íbúð tvisvar og eigum núna hæð í Reykjavík sem okkur líkar vel.

Börnin okkar eru 3 og eru öll orðin mjög sjálfstæð og við erum bara mikið tvö á kvöldin. Allt í einu farin að hafa tíma til að hugsa um hvort annað, til jafns við börnin.

Sjá einnig: Fæðingarmyndir – Ekki fyrir viðkvæma

Það var svo fyrir um 8 mánuðum síðan að við vorum að horfa á mynd og í myndinni var fjallað um makaskipti og eitthvað sem varð til þess að við fórum að ræða þetta. Það var ekkert að hjá okkur, kynlífið er frábært og við þekkjum hvort annað eins og lófann á okkur. En þegar við ræddum þetta í fyrsta sinn fékk ég spennutilfinningu í magann sem ég hef ekki fundið fyrir árum saman. Fiðringur. Ég vissi ekki alveg hvað mér fannst um það en við fífluðumst aðeins um þetta og fórum svo fljótlega bara að sofa. Við töluðum ekki meira um þetta í um það bil mánuð er ég var að melta þetta í huganum annað slagið.

„Myndi ég geta sofið hjá öðrum manni?“
„Myndi ég þola það að maðurinn minn, sem ég er búin að eiga fyrir mig í fjölda ára, myndi njóta ásta með annarri konu?“
„Hvað ef hann myndi fíla hana betur en mig?“
„Hvað ef hann færi frá mér? Fyrir aðra konu?“
„Hvað ef, við værum að skemma fullkomlega góða hjónabandið okkar?“

Við fórum út á land eina helgi nokkrum vikum síðar og ég ákvað að taka þessa umræðu í heita pottinum á laugardeginum. Tilvalið þar sem við vorum bara 2 en krakkarnir höfðu ákveðið að vera heima yfir helgina og elsta dóttir okkar passaði upp á allt væri í lagi.

Við ræddum þetta með opnum huga. Við vorum sammála um að lífið er jú stutt og við erum ekkert að yngjast. Við höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman og viljum eyða lífinu saman. Við erum bestu vinir og getum alltaf verið opin við hvort annað og viðurkenndum það fyrir hvoru öðru að við værum forvitin að prófa eitthvað svona.

Sjá einnig: Kynlífið: Hvað er „pegging“?

Það þurfa alltaf að vera reglur til þess að svona lagað gangi upp. Við ákváðum að ef þetta ætti að ganga yrði allt að vera uppi á borðum. Ekkert leynimakk. Við skráðum okkur inn á síðu þar sem hægt er að komast í samband við önnur pör og einstaklinga með kynferðislegt samneyti í huga. Í byrjun vorum við aðallega að hugsa um makaskipti. Það var samt fljótt að koma í ljós að það gæti verið hægara sagt en gert. Við þyrftum að vera sammála um hitt parið og það er ekkert gefið að svo sé. Við sáum líka fyrir okkur að þetta gæti orðið meira en lítið vandræðalegt þegar við myndum öll hittast og gátum ekki hugsað okkur það.

Það varð úr að við fórum að spá í einstaklinga en ekki bara pör. Við gerðum þetta allt saman. Ef hann var að tala við konu var ég með og öfugt. Ég var á tímabili ekki viss um að við gætum gert alvöru úr þessum pælingum. Hvort við gætum tekið skrefið. Það var ekki fyrr en ég rakst á einstakling sem var rosalega mikið „straight forward“. Hann sagðist skilja að þetta væri skrýtið en við gætum sleppt öllum vandræðagangi og hist bara heima hjá honum kvöldið eftir. Mér leist vel á gaurinn, hann var töluvert yngri en við, en virtist vita hvað hann vildi og var ekkert að flækja málin. Ég talaði við manninn minn og sýndi honum samskiptin. Það kom mér á óvart að hann var mjög spenntur fyrir mína hönd. Það olli mér meira að segja smá áhyggjum. En já, lífið er stutt og kynlíf er bara kynlíf. Ég mælti mér mót daginn eftir við þennan mann og svaf eiginlega ekkert þessa nótt. Ég var alveg að fara að hætta við allan daginn eftir. Ég fékk skilaboð frá eiginmanninum sem hvatti mig áfram og skilaboð frá huldumanninum líka. Ég hafði ekki verið svona spennt í mörg ár.

Sjá einnig: „Ég totta manninn minn ekki“

Ég kom heim og við borðuðum kvöldmat með börnunum og þau fóru svo í herbergin sín og ég fór í sturtu og hittingurinn átti að fara fram kl 22. Ég var ennþá að efast á leiðinni heim til hans. Hvað var ég að gera? En forvitnin rak mig áfram. Ég dingla heima hjá honum og hann hleypti mér inn í stigaganginn í blokkinni sem hann bjó í. Ég gekk hikandi upp stigann og mæti svo brosandi manni á stigapallinum sem bauð mér tafarlaust inn. Hann tók jakkann minn, bauð mér drykk og við settumst í sófann. Hann gekk fljótlega beint til verks og við áttum saman 2 klst sem voru alveg geggjaðar. Þetta var samt ekki alveg sama og kynlífið með manninum mínum. Ekki jafn gott. Sem kemur kannski ekki á óvart og gladdi mig líka.

Ég fór heim eftir þetta, hoppaði beint í sturtu og upp í rúm hjá manninum mínum, sem lá slakur uppi í rúmi með bók. Ég sagði honum allt af létta og hann virtist hafa mjög gaman að þessu öllu saman. Þessi maður! Hann er náttúrulega einstakur.

Sjá einnig: Konur opna sig um sjálfsfróun

Við höfum núna bæði stundað kynlíf með nokkrum aðilum utan hjónabandsins og ég viðurkenni það alveg að ég var að fara yfir um þegar hann fór út í fyrsta sinn. Það var ekki fyrr en hann kom heim og ég fann að ekkert var breytt sem ég varð róleg. Kynlíf er bara kynlíf, er mantra sem við fórum oft með. Þetta var allt svo spennandi.

Við erum alltaf saman í þessu og auðvitað er þetta land ekki mjög stórt og alltaf ákveðið stress að hitta manneskju í fyrsta sinn. Maður getur auðvitað hitt manneskjuna viku seinna í einhverri veislu en þá er aðalmálið að halda trúnaði og passa upp á láta sem ekkert sé. Það er mjög mikilvægt. Við hjónin erum mjög sátt með þessa ákvörðun og erum mjög samstíga. Þetta er eitthvað sem virkar fyrir okkur í dag, en svo er bara að bíða og sjá. Þetta hefur hingað til bara gert okkur nánari ef eitthvað er. Ef það svo breytist einhvern tímann, getum við alltaf hætt þessu. Þangað til munum við bara njóta!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here