Vildi aldrei giftast sínum fyrrverandi

Kelly Clarkson hefur nýverið opnað sig um hjónabandið sem hún var í með Brandon Blackstock, en þau skildu árið 2020 eftir sjö ára hjónaband. Kelly sagði í viðtali við People: „Mig langaði aldrei að gifta mig til að byrja með. Brandon átti börn, kom úr mjög trúaðri fjölskyldu og ég held að þeim hafi þótt mikilvægt að við myndum gifta okkur. Ég var alls ekki sú týpa. Ég hef upplifað skilnaði í fjölskyldunni minni og mig langaði ekkert að verða til þess að fjölga skilnuðum í kringum mig.“

Þegar Kelly var spurð hvort hún sæi það fyrir sér að hún myndi aftur ganga í hjónaband aftur sagði hún: „Það getur verið en það þarf ekki endilega að gerast. Barnanna minna vegna mun ég örugglega ekki einu sinni hugsa það fyrr en þau eru farin að heiman,“ en hún á dótturina River Rose (9) og soninn Remington Alexander (7).


Sjá einnig:

SHARE