Vilja Lindsay Lohan ekki nálægt hljómsveitinni

Eins og við sögðum ykkur frá á sunnudaginn þá er Lindsay Lohan farin að hanga mikið með Max George og drengirnir sem eru með honum í hljómsveitinni The Wanted eru víst lítið hrifnir af því að hafa hana svona mikið með hljómsveitinni.

Einn heimildarmaður slúðurkóngsins Perez Hilton gekk meira að segja það langt að segja að Lindsay væri orðinn eltihrellir hljómsveitarinnar, þó svo að það sé pottþétt að Max sé að bjóða henni í partýin.

Annar heimildarmaður sem er mjög náinn hljómsveitarmeðlimum sagði svo þetta:

Alveg síðan að Max og Lindsay fóru að hittast, fyrir nokkrum vikum síðan, þá hafa samhljómsveitarmeðlimir hans kvartað yfir allri óumbeðinni athyglinni sem þeir hafa fengið. Þeir hafa unnið hörðum höndum til að  komast þangað sem þeir eru í dag, og jú þeim finnst gaman að skemmta sér, en með Lindsay kemur allt hennar rugl og drama. Það er eiginlega bara tímaspursmál hvenær Max og jafnvel hljómsveitarmeðlimirnir líka, lendi í miðjunni á öllu dramanu.

Það eru bara 2 vikur síðan að Lindsay kýldi konu þegar hún var að reyna að komast til að hitta Max. Það er nýbúið að tilkynna tónleikaferð sem verður 2013 með Justin Bieber og Lindsay verður ekki boðið að koma með.

Þessar áhyggjur þeirra eru örugglega alveg óþarfar þar sem Lindsay greyið mun örugglega þurfa að dúsa í fangelsi eitthvað af árinu 2013.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here