Viljum við ekki allar vera með slétta húð?

Ég er komin yfir þrítugt! Já þið verðið bara að trúa því. Mér líður alltaf eins og ég sé 21 árs en það er algjört aukaatriði. Líkaminn minn er samt orðin rúmlega þrítugur og ég finn það. ÉG SVER að daginn sem ég varð þrítugt fór strax að halla undan fæti. Ég get ekki lengur sofið til hádegis, ég verð að fara í ræktina til að vera ekki með verki í bakinu, ég verð að sofa í góðum rúmum, verð að sofa í 8 tíma því annars er voðinn vís, nota allskonar krem til að spyrna við fótum og verða ekki öll eins og skrælnuð appelsína. Ég geri nákvæmlega sömu hluti og ég hef alltaf gert, eini munurinn er að þessir hlutir hafa stundum afleiðingar. Leiðinlegar afleiðingar.

Allavega!

Mér fannst ég verða gömul, á þessum afmælisdegi, þegar ég varð þrítug. Ég fór að sjá línur í húðinni minni, hvort sem þær voru þarna fyrir eða ekki. Ég fór að sjá þær. Mér fannst ég ekki nógu stinn og slétt og fín í framan og ég hafði alltaf verið. Ég sá hvernig þyngdaraflið var að leika mig grátt og brátt yrði ég eins og bolabíturinn minn í framan (hún er samt gullfalleg).Guð á himnum! Hvað gera bændur þá? Ég náttúrulega bölvaði í hljóði yfir því að hafa LEGIÐ í ljósum hér á árum áður þegar „enginn vissi“ hversu skaðlegt það er. Ég var á tímabili eins og gömul notuð, brún leðurtaska. Skelfilegt! Mér fannst ég aldrei nógu brún.

Annað sem ég gerði var að kaupa öll heimsins krem, bar þau á mig og fór á netið. Já já þessi krem hjálpa til en ég vildi eitthvað meira. Ég er ekki að fara í lýtaaðgerðir af því það myndi bara enda í óefni. Ég þekki varla öfgakenndari manneskju en mig sjálfa svo ég myndi væntanlega fara í eina lýtaaðgerð, svo færi ég í eina enn og svo væri ég allt í einu eins og Joan Rivers, blessuð sé minning hennar. Það viljum við ekki.

Ég fór sumsé á netið og fór að skoða hvað er í boði. Ein af fyrstu heimasíðunum sem ég rakst á var heimasíða Húðfegrunar. Ég hafði oft séð þeim bregða fyrir á internetinu en svo fór ég loks að skoða þetta og spá og spekúlera. Ég setti mig í samband við Díönu, annan eigenda stofunnar og við ákváðum að ég skyldi prófa Dermapen meðferðina hjá þeim.

Dermapen meðferð er ný byltingarkennd húðmeðferð sem eingöngu er hægt að framkvæma á stofu. Dermapen meðferðin sem Húðfegrun býður upp á er sú öflugasta sem býðst á Íslandi. Um er að ræða nýjustu tækni á sviði húðmeðferðar án skurðaðgerðar

 

Dermapen vinnur á:

• Fínum línum og hrukkum
• Ótímabærri öldrun húðar
• Húðsliti
• Örum
• Skurðum
• Opinni húð
• Óhreinni húð
• Exemhúð
• Litabreytingum á húð

Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að serum krem með náttúrulegum fjölsykrum er borið á húðina og farið er yfir ysta lag húðarinnar með dermapen sem ýtir efninu undir húðina. Breytilegum styrkleika er beitt í meðferð eftir því hversu djúpt er verið að vinna með nálum dermapen á undirlagi húðarinnar.

Ég ákvað því að prófa svona meðferð í samráði við Díönu og við hófumst handa. Þetta er auðvitað pínu óþægilegt þar sem notaðar eru nálar við þetta en ég var alveg hissa hvað þetta er lítið mál. Díana spjallaði við mig á meðan og fyrr en varir er þetta bara búið.

Ég hefði ekki trúað því hversu mikill munur er á húðinni minni.  

 

hudfegrunTil vinstri: Tekin fyrir 1. meðferð, semsagt ekkert búin að gera —- Til hægri: Tekin fyrir 3. meðferð.

Áferðin á húðinni hefur mýkst og sléttast og húðin er öll orðin stinnari. Sjáið líka muninn á augunum.

Mesti munurinn fannst mér koma eftir meðferð númer 2.

hudfegrun 1 skipti

Þessi mynd er tekin eftir meðferð númer 1 en það sést alveg smá munur en ekki jafn mikill og eftir meðferð númer 2.

Ég mun fara í alls 4 svona meðferðir og mun sýna ykkur myndir aftur eftir 4. meðferðina.

 

SHARE