Vill hætta í raunveruleikaþáttunum Keeping Up With The Kardashians

Elsta Kardashian-systirin, Kourtney Kardashian, er búin að fá nóg af raunveruleikaþáttunum þeirra, Keeping Up With The Kardashians.

Tveir mánuðir eru síðan Kourtney gafst upp á barnsföður sínum og endaði samband þeirra til 9 ára. Kourtney er búin að banna umræður um sambandsslit þeirra og að nýjasta þáttaröðin muni fjalla eitthvað um samband þeirra.

Sjá einnig: Kourtney Kardashian íhugar að taka Scott Disick aftur

Kourtney hefur ákveðið að hún muni ekki skrifa undir annan samning við framleiðendur þáttanna, sem er sjónvarpsstöðin E!. Þetta verður því líklegast síðasta þáttaröðin hennar sem verður sýnd í haust. Við upptökur á þessari þáttaröð tók hún það skýrt fram að hún myndi ekki vera í þáttunum ef Scott yrði það.

Sjá einnig: 11 kíló farin frá því Kourtney Kardashian ól Reign


Framleiðendurnir þurftu því að velja á milli hennar og Scott ef þeir vildu hafa hana áfram.

Scott og Kourtney eiga þrjú börn saman, þau Mason, Penelope og Reign.

Sjá einnig: Myndir: Er Scott að halda framhjá Kourtney Kardashian?

kourtney

273B667900000578-3023505-His_big_debut_Kourtney_Kardashian_shared_the_first_photo_of_her_-a-31_1427996662902

SHARE