Vill sýna heiminum að það að vera öðruvísi er fallegt

Hin 24 ára gamla fyrirsæta Mahogany Gete, fæddist með sjaldgæfan sjúkdóm sem gerir það að verkum að annar fótur hennar vegur um 45 kg. Eftir mjög erfiða æsku breyttist líf Geter þegar henni bauðst tækifæri til að verða fyrirsæta og byrjaði þá ferðalag hennar, um jákvæðan boðskap sama hvernig þú lítur út.

Mahogany Geter sem býr Tennessee í Bandaríkjunum, fæddist með þennan sjaldgæfa sjúkdóm sem kallast lymphedema. og veldur hann umfram vökvi sem safnast saman í mjúkvef líkamans og leiðir til bólgna. Öll vinstri hlið líkama Geter verður fyrir áhrifum af þessu, en vinstri fótleggurinn er lang sýnilegastur.

Geter greindist með sjúkdóminn rétt eftir að hún fæddist og gerði hann henni mjög erfitt fyrir að byrja ganga. „Þetta fór auðvitað alveg með orkuna, því fóturinn er 45 kg auka þyngt“ sagði hún. Sjúkdómurinn gerir hana veikari fyrir vefjagigt og eina leiðin til að stjórna því er með sjúkraþjálfun og nuddi til að losa allan umfram vökva í fótleggnum.

Fyrirsætan talaði um hvernig hún stóð frammi fyrir mörgum erfiðleikum á uppvaxtar árunum: „Ég hef gengið í gegnum mjög erfiða tíma bæði líkamlega og andlega. Þú ert lítill krakki og þú sérð fullt af fullorðnu fólki stara á þig alla daga. Ég fékk margar óviðeigandi athugasemdir frá fólki og var strítt alla mína æsku. „Ég myndi segja að það hefur líklega haft meiri áhrif á mig andlega og tilfinningalega,“ sagði hún.

„Sem barn fannst mér ég aldrei falleg. Mér fannst ég ljót, eins og eitthvað viðundur og grét svo oft í einrúmi,“ sagði Geter. Margir læknar höfðu mælt með aðgerð sem hún ávallt hafnaði þar sem i mörgum tilfellum höfðu aðgerðirnar engan veginn heppnast og kaus hún frekar að sætta sig við sjálfa sig.

Líf Geter breyttist að eilífu árið 2017 þegar ljósmyndari sá hana er hún var að vinna hjá Walmart. Fyrst hélt unga konan að þetta væri eitthvað grín en samþykkti að lokum að láta ljósmyndarann ​​taka myndir af sér. „Ég hugsaði, ‘ég orðin þetta gömul, kannski er kominn tími til að ég hætti að skammast mín og sýni heiminum allan líkamann og vonandi getur það hjálpað einhverjum öðrum,“ sagði hún.

Þessi reynsla byrjaði í raun feril Geter sem fyrirsæta. Í kjölfarið birtist hún í YouTube myndbandi sem fékk yfir 10 milljón áhorf. Vinsældir hennar á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum hefur einnig aukist. „Ég hef aðallega fengið jákvæð viðbrögð og það sem gefur mér mest er þegar fólk segir mér að ég hafi hjálpað þeim með að samþykja sjálft sig sama hvernig það lítur út,“ sagði hún.

Þrátt fyrir aukna viðveru hennar á samfélagsmiðlum sem hefur einnig leitt til neikvæðra ummæla frá nettröllum. En Geter heldur í jákvæðnina og sagði: „Fólk hefur verið svo yndislegt og stutt mig á netinu. Þetta er ekki allt nettröll og neikvæðni.” Hún heldur ótröð áfram í að dreifa jákvæðni boðskap hvað varðar líkamsímynd og hvetur fólk til þess að líða vel með sjálft sig.

Geter er staðráðin í elta drauma sína um að verða fyrirsæta. „Ef ég verð einhverntíman rík,mun ég kaupa hús handa móður minni og sjá fjölskyldu mína. Ég mun ég gera allt sem ég get til að vekja athygli á þessum sjúkdómi í virðingu við alla þá sem hafa reynst mér svo vel. Hún heldur áfram að nota sjúkdóm sinn til þess að hvetja aðra til að sætta sig við sína kvilla.

Þrátt fyrir reynsla Geter hafi verið erfið hefur hún lært að sætta sig við sjálfa sig og heitir því að dreifa þessu viðhorfi til annarra. „Í svo langan tíma leið mér svo illa með sjálfa mig, en þegar ég varð eldri og með allan þennan stuðningi á netinu og móður minnar, áttaði ég mig á því hversu falleg ég er. Ekki bara útlitslega heldur sem manneskja.”

SHARE