Villisveppapizza

Þessi lítur ekkert smá vel út en hún kemur frá Allskonar.is.

Villisveppapizza með pestó og feta

 • DEIG
 • 7 gr þurrger
 • 1 msk hrásykur
 • 2 dl volgt vatn
 • 1 msk ólífuolía
 • 300 gr hveiti
 • 1 tsk salt
 • 2 msk smjör
 • 400 gr sveppir (lerki-, furu-, birkisveppir)
 • 3 hvítlauksrif, fínsöxuð
 • salt og nýmalaður svartur pipar
 • 3 msk pestó
 • 100 gr rifinn ostur
 • 100 gr fetaostur

Undirbúningur og eldunartími: 60 mínútur

Byrjaðu á að gera deigið.
Settu þurrger, hrásykur og volgt vatn í skál og láttu standa þar til fer að freyða. Settu í skál hveiti og salt. Þegar gerblandan freyðir vel þá blandarðu henni saman við hveitið ásamt ólífuolíunni og hnoðar vel, eða í um 10 mínútur. Láttu hefast í skál með þurrt stykki yfir á hlýjum stað í 40-50 mínútur eða þar til deigið hefur stækkað um helming.

Þegar deigið er orðið útblásið og fínt þá hitarðu ofninn í 220°C.
Taktu bökunarplötu og leggðu smjörpappír í hana. Taktu deigið varlega úr skálinni og teygðu það til þannig að passi í ofnskúffuna/plötuna.
Skerðu sveppina í sneiðar og steiktu í smjöri á pönnu í 3-4 mínútur. Saxaðu á meðan hvítlaukinn og bættu við sveppina. Steiktu í 3-4 mínútur í viðbót. Saltaðu og pipraðu eftir smekk.

Dreifðu pestóinu á deigið, vel út í kantana og dreifðu þar yfir rifna ostinum. Settu nú sveppina yfir og bakaðu í 12-15 mínútur í heitum ofninum eða þar til deigið er orðið gullið.

Myldu feta ost yfir þegar þú berð fram. Frábært með nýju salati eða tómötum, basilikku og mozarella með smá ólífuolíu, salti og pipar.

SHARE