Við vorum með leik í vor þar sem við gáfum sjálfvirka ryksugu frá Lautus.is. Viðbrögðin við leiknum fóru langt fram yfir væntingar mínar og maður sá greinilega hversu margir myndu þiggja aðstoð við heimilisþrifin. Seinast gáfum við ILIFE V5 og var ljónheppin kona á Kjalarnesi sem hreppti góssið.

Nú ætlum við að ganga enn lengra og gefa einum heppnum lesanda ILIFE V8s. Þessi sjálfvirka ryksuga skúrar líka og er með 4 mismunandi hreinsikerfi. Hún er með 750 ml rykbox og 300 ml vatnsbox. Hún er með uppfærðu „Pet Hair Care“ tækni sem gerir henni kleift að ryksuga upp dýrahár og önnur óhreinindi.

Hún er með digital skjá og svo er það rúsínan í pylsuendanum: Hún fer skipulega um rýmið og fer ekki tvisvar yfir sama svæðið.

Til þess að komast í pottinn þarftu bara að líka við Lautus á Facebook og merkja hér fyrir neðan þær/þá vinkonur/vini þínar sem þú telur að myndu vilja svona ryksuguvélmenni. Við drögum út heppinn einstakling 6. nóvember.

SHARE