Vilt þú læra ný tungumál? – Nýtt snjallforrit

Cooori ehf. íslenskt sprotafyrirtæki gaf þann 20 janúar út tungumála snjallforritið LingoWorld á iTunestore.  LingoWorld inniheldur 90 tungumálapör þar af 9 fyrir Íslensku.   Tungumálamarkaðurinn er gríðarstór og tækni Cooori í farabroddi á heimsvísu. Hér getur þú downloadað forritinu frítt!
Hlaða niður hér.

 

Maður getur lært grunnorðaforða og algengar setningar 10 tungumála ef maður notar „LingoWorld“   (Tungumálin sem þegar eru komin í kerfið eru: kínverska, enska, franska, þýska, japanska, íslenska, ítalska, spænska og tælenska.  ).

Notendur geta fengið útskýringar á því máli sem þeir velja sér. Ítali getur t.d. lært taílensku á ítölsku. Allt í allt eru valkostirnir 90.

 

Skynsamleg námsaðferð
LingoWorld byggir á gervigreind sem fylgist með framvindu náms þíns og sér til þess að þú fáir eins mikið út úr því sem þú ert að gera og unnt er. Gervigreindin sér um að réttu setningarnar birtist á skjánum með hæfilegu milllibili og þannig nýtist tíminn sem þú ert að læra eins vel og hægt er.

 

Forritið  lætur mann alltaf vita hvernig gengur og nemandinn fær hvatningu til að halda áfram.

 

Setningar til að nota í öllum aðstæðum
Hvort sem maður er á leið á Rivíeruna eða til að skoða hveri á Íslandi, fara í te til drottningarinnar á Englandi eða ganga á Fuji í Japan er um að gera að hlaða niður af  LingoWorld  réttu orðunum og setningunum til að allt gangi nú vel.

Að æfa framburðinn
LingoWorld  gefur manni tækifæri til a‘ð æfa framburðinn. Maður tekur upp eigin framburð og ber hann saman við framburð þess sem talar málið. Þannig getur maður hlustað og náð góðum framburði.

Lingoworld er snilldartæki fyrir krakka sem hafa áhuga á að læra tungumál og bera það fram rétt.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here