Viltu byggja upp sjálftraustið í paradísinni á Bali?

Eintakt tækifæri fyrir konur til að byggja upp sjálfstraustið og koma draumum sínum í framkvæmd í paradísinni á Bali

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir oftast kennd við Gyðju Collection og Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og lífskúnstner hafa sameinað krafta sína og útbúið eina heilsteypta 8 daga ferð og námskeið í paradísinni á Bali sem ber nafnið Empower Woman, Spiritual journey, inspiring and transforming retreat in Bali sem fer fram 21.-28. október n.k.

Námskeiðið er með það að markmiði að konur byggi upp sjálfstraustið, setji sér markmið, fullmóti drauma sína og /eða viðskiptahugmyndir og fái öll þau tæki og tól sem þarf til að hrinda þeim í framkvæmd.

„Þetta er einstakt “spiritual journey”eða andlegt ferðalag, þar sem konur munu kynnast sjálfri sér, finna sig og læra að fylgja hjarta sínu og elska sig til fulls. Við munum byrja hvern morgun á hugleiðslu og Happy-yoga í sólarupprás áður en farið er í dásamlegan Balinískan morgunverð og fyrirlestrarnir hefjast. Að auki verða einkatímar, spa og fleira spennandi í boði,“ segir Sigrún Lilja

Eitt af markmiðum Sigrúnar Lilju er að hvetja konur til dáða að fylgja draumum sínum og láta til sín taka og byrjaði hún með námskeiðin Konur til Athafna í upphafi ársins 2013 með það að leiðarljósi.
Það má segja að þetta hafi hitt í mark því hvert námskeiðið á fætur öðru hefur selst upp og hafa viðbrögð kvennanna sem setið hafa námskeiðin hjá mæðgunum ekki staðið á sér og hljóta námskeiðin einróma lof útskrifaðra athafnakvenna sem hafa margar hverjar náð góðum árangri við að koma vöru á markað eða hrinda viðskiptahugmynd inni í framkvæmd með tækninni sem Sigrún kennir á námskeiðunum.

Sigrún Lilja
Sigrún Lilja – „Þetta er einstakt andlegt ferðalag“

,,Á námskeiðunum fer ég vel yfir hvernig koma megi draumum og/eða viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd. Kenni allt um erlenda framleiðslu, dreifingu, sölu, markaðssetningu og miðla minni reynslu sem ég hef lært á leið minni í uppbyggingunni á Gyðju. Að auki fer ég djúpt í persónulega markmiðasetningu og markvissar leiðir til að byggja upp sjálfstraust hverrar konu sem kemur á námskeiðið því það er líka mjög nauðsynlegur þáttur að hafa til að ná góðum árangri. Ég kenni þeim tækni til að kafa dýpra og finna nákvæmlega út hvað það er sem þeim langar og dreymir um því oft hafa draumarnir verið faldir í þónokkurn tíma því umhverfið hefur einfaldlega ekki gefið þeim séns. En við finnum þá aftur og þær fá að leyfa sér að dreyma og í okkar veröld eru engar raunverulegar hindranir. Þannig verða draumar að veruleika,“ segir Sigrún Lilja og bætir við:
Þar sem ég er andlega sinnuð og aðhyllist slíkum málefnum kemur það óneytanlega mikið við sögu á mínum námskeiðunum, þá sér í lagi þegar verið er að byggja upp sjálfstraust, trúna á sjálfa sig og draumana hjá konunum. Mig langaði að taka þetta lengra og gera þetta að allsherjar uppbyggingarferð þar sem konur komi til baka algjörlega endurnýjaðar á líkama og sál, stútfullar af sjálfstrausti og komnar með skíra sýn á drauma sína og hugmyndir og með leiðarvísir hvernig þær hrinda því í framkvæmd. Í einstöku umhverfi sem fyllir mann innblæstri frá morgni til kvölds og hvaða staður er betur til þess fallinn en paradísin á Bali sem er eyja andlegrar menningar með yndislegu veðri, mörgum af fegurstu ströndum heims og einstakri náttúrufegurð.“

Þegar Sigrún var spurð úti samstarfið við Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur höfundar að þerapíunni Lærðu að elska þig og fjölda námskeiða, segir hún að svipaðar áherslur um andleg málefni og aðstoð við uppbyggingu á kynsystrum hafi leitt þær saman.

Hún Guðbjörg Ósk
er með áralanga reynslu í yoga kennslu, heilun og uppbyggingu á einstaklingnum og hefur boðið uppá  námskeið og þerapíuna Lærðu að Elska sjálfa þig með mjög góðum árangri. Allir sem fara í þerapíuna gjörbreyta lífi sínu. Eftir að við fórum við ræða saman um sameina krafta okkar í eina heilsteypta uppbygginarferð á Bali þá var ekki aftur snúið. Þetta passar fullkomlega saman að sameina tvö einstök  námskeið sem eru bæði til þess fallin að byggja konur upp og hvetja þær til að láta til sín taka. Þetta verður einstakt „reatret á Bali“ sem nú er að verða að veruleika í október.“ Segir Sigrún full af tilhlökkun.

 

Guðbjörg
Guðbjörg  Ósk – „Ég hef séð að allir geta lifað drauma í lífinu sínu“

 

Þegar Guðbjörg Ósk er spurð nánar útí þerapíuna Lærðu að elska sjálfa þig sem hún kemur til með að kenna konunum á Bali segist hún vita að allir geta lifað drauma lífinu sínu.
Lærðu að elska sjálfa/n þig, er persónuleg þjálfun þar sem ég kenni aðferðir sem auka sjálfstraust og hugrekki. Það leiðir svo að meiri hamingju og eykur skilning á því hvaða eiginleika fólk hefur, tilgang og ástríður. Í raun hvernig fólk getur staðið með sér og fundið meiri trú og virðingu fyrir sjálfum sér. Hvernig hægt er að byggja upp þá tilfinningu að vera nóg og hafa allt sem þarf til að lifa því lífi sem þú óskar þér. Framkoma þín og hegðun gagnvart þér og þeim sem þú umgengst verður kærleiksríkari og auðveldari. Þú lærir öfluga leið til að losa þig við fordóma og þá tilfinningu að aðrir séu að dæma þig. Í meðferðinni lærir þú að meta sjálfa þig meira og alla þá eiginleika sem þú hefur“ segir Guðbjörg Ósk og bætir við:

„Þegar þú ferð að standa með sjálfri þér sérðu að það hefur jákvæð áhrif á allt í kringum þig. Allir sem þú umgengst fara að bera meiri virðingu fyrir þér og eiga auðveldara með að umgangast þig þar sem þú verður sannari og heiðarlegri og fólk veit betur hvar það hefur þig. Ég hef séð að allir geta lifað drauma í lífinu sínu, sama hvaða bakgrunn, uppeldi eða vandamál, sjúkdómar eða áföll kunna að hafa komið upp á lífsleiðinni. Það er mín dýpsta þrá að kenna og hjálpa fólki að læra að elska sig og geta þar með elskað aðra og lifað í kærleika. Að finna tilganginn og það knýjandi afl sem hver og einn býr yfir, ástríðu og leið til að blómstra og njóta samskipta við sjálfa sig og aðra og umfram allt eiga hamingjuríkt líf,“segir Guðbjörg Ósk full af ástríðu.

Allt þetta og meira til í einni og sömu ferðinni í paradísinni á Bali!
Flugið er ekki innifalið í námskeiðinu þar sem við vildum gefa konum tækifæri á að velja hvað þær dvelja lengi í Paradísinni. Eflaust vilja einhverjar taka maka með og gera meira úr ferðinni. Einnig eru miklir möguleikar og hugmyndir til að skoða á Balí. Við munum aðstoða við að finna flug.

,,Skráning er nú í fullum gangi og fyllist hratt. Við viljum að þetta verði persónulegt og að þarna skapi einstakt andrúmsloft og því er takmarkað sætaframboð og því gildir reglan fyrstar panta fyrstar fá, en það má gera ráð fyrir að sætin seljist upp á næstunni.“ Segir Sigrún að lokum.

Sjá nánari upplýsingar um dagskrá, hótel og allt það sem við kemur námskeiðinu á facebook síðu námskeiðsins. https://www.facebook.com/empowerwomeninbali

cover5[1]

 

SHARE