Viltu eignast sjálfvirka ryksugu sem skúrar líka?

Ég viðurkenni það að ég er með örlitla hreingerningaráráttu. Ég elska að hafa hreint í kringum mig og horfa yfir gólfið heima hjá mér og sjá ekki hár og ló og önnur óhreinindi. Við erum nútímafjölskylda. Við vinnum mikið og þegar við eigum frí erum við gjarnan úti á landi eða í útlöndum. Íbúðin okkar er á tveimur hæðum og áttum venjulega heimilisryksugu. Það, að ryksuga, alla þessa íbúð er heljarinnar verk og hafði verið trassað alveg verulega heima hjá mér. Við eigum hund. Hún fer úr hárum, mismikið, en eins og bróðir minn segir: Hún fer úr hárum tvisvar á ári í 6 mánuði í senn. Við vorum svo að passa hund fyrir foreldra mína og þá féllust mér alveg hendur.

Hárið og rykið og óhreinindin voru að pirra mig svakalega. Ég var svo í matarboði með vinafólki og þetta bar eitthvað á góma. Vinkona mín sagði mér frá sínu ryksugu vélmenni, sem skúrar líka og gaukaði að mér heimasíðu þeirra sem selja hana, Lautus.is

Morguninn eftir pantaði ég herlegheitin, uppi í rúmi, nývöknuð. Ég fékk samþykki nývaknaðs eiginmannsins við hlið mér og smellti mér á eina vél, skipti í 3 greiðslur og allir sáttir.

Þessi vél er orðin nýja besta vinkona mín, eða þið vitið, allavega nýja uppáhalds heimilistækið. Hún kvartar aldrei, gerir þetta vel og fer alltaf af stað í þrifin án þess að mótmæla. Þegar hún er að verða batteríslaus fer hún aftur í hleðslu, alveg sjálf, og svo getur hún fljótlega byrjað aftur. Ég get tímastillt þrifin hennar. Látið hana þrífa þegar enginn er heima.

Ég læt hana stundum skúra líka og auðvitað gerir hún það líka án þess að vera með leiðindi. Algjör himnasending!

Ég hafði samband við Lautus og spurði þau hvort þau væru til í að gefa eitt svona ryksugu vélmenni til lesanda á Hún.is. Þau voru strax til í það og þess vegna ætlum við að bjóða ykkur að vera með í laufléttum leik. Þetta er alls ekki flókið:

Til þess að komast í pottinn þarftu bara að líka við Lautus á Facebook og merkja hér fyrir neðan tvær vinkonur þínar sem þú telur að myndu vilja svona ryksuguvélmenni. Við drögum út heppinn einstakling 12. júní.

SHARE