iWhite Instant gerir tennurnar hvítari með nýrri og einstakri tækni, en efnið gerir tennurnar allt að 8 tónum hvítari, fjarlægir bletti á virkan hátt og endurkalkar glerunginn. iWhite Instant er án vetnisperoxíðs og öryggi þess og virkni er vísindalega staðfest.

Eingöngu selt í apótekum

„Margar tannhvíttunarvörur innihalda vetnisperoxíð sem geta valdið ofur viðkvæmni í tönnun og tannhálsum. Það er frábært að nú er vara seld í apótekum sem er bæði örugg og áhrifarík,“ segir Karen Elva Smáradóttir, markaðsfulltrúi hjá Actavis.

Tannhvíttunarsettið er auðvelt að nota heima og öryggi iWhite hefur verið vísindalega staðfest en það inniheldur ekki vetnisperoxíð. Það er  því milt fyrir bæði tennur og góma. iWhite Instant gerir tennurnar allt að 8 tónum hvítari eftir aðeins 20 mínútna meðferð á dag. Ennfremur fjarlægir iWhite Instant bletti og mislitun á virkan hátt.

Styrkir tennurnar líka

iWhite Instant byggir á algerlega nýrri formúlu sem gerir tennurnar hvítari og styrkir þær. Þessi einstaka tækni notar tvö virk efni: 1) Lífvirkir kristallar með filmu-myndandi eiginleika. Þessi nýstárlega tækni tryggir að hvítir lífvirkir kristallar festa sig í glerung tannanna, sem gerir tennurnar sjónrænt hvítari. 2) PAP-sameind (Phtalimido Peroxy kaprósýra) gegnir hlutverki virks blettahreinsis en hún brýtur niður litasameindir án þess að valda skaða. Samsetning þessara tveggja efna gera tennurnar ekki aðeins hvítari heldur styrkir þær líka.

Ótrúlega einfalt í notkun

iWhite Instant samanstendur af 10 þunnum og sveigjanlegum, áfylltum gómum til að tryggja þægindi og hámarks árangur. Gómarnir koma í einni stærð sem hentar flestum einstaklingum og er hverjum góm pakkað sérstaklega. iWhite Instant er haft á 20 mínútur á dag fyrir hvítari tennur á augabragði. Endurtekin meðferð mun gefa enn betri árangur og mælt er með samfelldri notkun í fimm daga fyrir hámarksárangur. Einnig er hægt að nota vöruna endrum og sinnum eftir þörfum. iWhite Instant er auðvelt í notkun. Engin þörf er á að hreinsa eða sjóða góma, nota sprautur eða bursta, mæla gel eða nota sérstakt tannkrem eða skol.

Nokkrir punktar um iWhite:

– Gerir tennurnar allt að 8 tónum hvítari eftir aðeins 20 mínútur á dag 

– Gerir tennurnar hvítari bæði að framan og aftan 

– Fjarlægir bletti á virkan hátt 

– Styrkir tennur og endurkalkar glerunginn 

– Án vetnisperoxíðs og veldur því ekki tannkul og viðkvæmni í tönnum og tannhálsum 

– Virkni og öryggi er vísindalega staðfest 

– Selt í apótekum, fyrir notkun heima 

 

Hún Ragnheiður Sara er Crossfit keppandi og hún segir hér frá reynslu  sinni af iWhite

 

SHARE