Viltu fara á kvikmyndahátíð?

Það þekkja flestir RIFF sem er Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík en hátíðin er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburðurinn á Íslandi. Í ellefu daga á hverju hausti flykkjast Íslendingar í bíó til að sjá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð.

Enn fremur býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og ljósmyndasýningar, og að sjá kvikmyndir við óhefðbundin skilyrði – t.d. í sundi eða í stofunni hjá Frikka Þór!

Dagskráin á þessu ári er alveg einstaklega vegleg og flott og þess vegna viljum við á Hún.is bjóða 4 heppnum vinum okkar upp á klippikort á RIFF. Það eina sem þú þarft að gera er að kvitta hér undir „já takk“. Drögum út kl 16 í dag.

20140925_090630

SHARE