Vildu gera eitthvað nýtt í fjáröflun! – Glæsilegir vinningar í boði

Hópur sem samanstendur af sex stúlkum á aldrinum 23-25 ára standa nú fyrir jólbingói sem er ætlað til þess að afla peninga fyrir komandi Indlandsferð. Fimm af þeim eru í námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og sú sjötta er útskrifaður hjúkrunarfræðingur.

„Við eigum það allar sameiginlegt að langa til að láta gott af okkur leiða og höfum þess vegna ákveðið að fara til Indlands í hjálparstarf og verður brottför þann 11 maí næstkomandi,“ segir Lilja sem er ein af þessum konum.

„Okkur langaði til þess að gera eitthvað nýtt í fjáröflun og höfum þess vegna skipulagt jólabingó! Bingóið verður haldið þann 17. desember næstkomandi í húsnæði Menntaskólans við Hamrahlíð. Við erum búnar að safna stórglæsilegum vinningum með stuðningi fyrirtækja og því verður sko alls enginn svikinn!

Vinningarnir eru ekki af verri endanum eins og sjá má hér fyrir neðan:

1459983_220991994740643_1111006981_n

1451465_220993818073794_496869162_n

1460094_220994934740349_131074016_n
Frekari upplýsingar má finna á Facebooksíðu þeirra. 

SHARE