„Vinkonurnar tóku eftir nýja maskaranum“

Ég elska snyrtivörur! Mér finnst eitthvað svo ótrúlega gaman við að taka nýjar snyrtivörur upp í fyrsta sinn og nota þær. Það fylgir því ákveðin eftirvænting og vellíðan, já ég sagði vellíðan, af því þetta gerir eitthvað fyrir mig. Ég mála mig ekki mikið dagsdaglega en ég reyni að gera það fyrir samstarfsfólkið mitt að setja á mig maskara og púður fyrir vinnudaginn.

Sjá einnig: Lily Lolo: Dásamlega vandaðar og margverðlaunaðar snyrtivörur

Ég hef verið að prófa æðislegar snyrtivörur frá Bretlandi, sem heita Lily Lolo.

augnsk

Vörurnar eru mjög vandaðar steinefna-snyrtivörur í hæsta gæðaflokki og hefur merkið fengið mörg verðlaun fyrir vörurnar. Þær eru auðvitað paraben og ilmefnalausar og ekki prófaðar á dýrum.

Kinnalitirnir frá þeim eru alveg geggjaðir. Þeir eru í mörgum litum og hægt að fá með glans eða ekki með glans. Ég prófaði tvær týpur sem eru ólíkar en báðir mjög flottir.

kinna1 kinna2

 

Svo fallegir á húðinni:

kinnali

 

Maskarinn frá þeim kom mér svakalega á óvart. Hann er það góður að vinkonur mínar tóku eftir því að ég væri komin með nýjan maskara, í fyrsta sinn sem ég notaði hann.

maskari maskari2

 

Lily Lolo ætla að gefa lesendum Hún.is 20% afslátt af vörum sínum og það eina sem þið þurfið að gera er að nota afsláttarkóðann „hun“ þegar þið verslið vörurnar en þær eru á frábæru verði.

SHARE