Vinningshafi fékk síma og skó

Við vorum með leik um daginn þar sem hægt var að vinna nýjasta símann frá Sony en hann er einn sá flottasti og vandaðasti á markaðnum í dag. Hann heitir Sony Xperia XA. Síminn er einstaklega glæsilegur í útliti og ekki skemmir fyrir að hann er til í nokkrum litum svo allir geta fundið þann sem þeim finnst fallegastur.

Screen Shot 2016-07-19 at 1.31.37 PM

Við drógum út vinningshafa á dögunum og það var Lilja Margrét Jónasdóttir sem fékk vinninginn. Þetta kom sér mjög vel því gamli sími Lilju var að gefa upp öndina. Hún fékk auðvitað stórglæsilega New Balance skó með.

Til hamingju með vinninginn kæra Lilja og við þökkum öllum sem tóku þátt í leiknum.

Mynd/Rut

 

 

SHARE