Vinningshús smíðað úr rústum þess sem brann

Mörg hús brunnu þegar skæðir skógareldar geisuðu í Gippsland í Ástralíu fyrir nokkrum árum, þar á meðal húsið sem hér um ræðir. Þennan afdrifaríka dag misstu yfir 2000 manns heimili sín og bæði fólk og dýr urðu eldinum að bráð.

Eins og sjá má var ekki mikið eftir af húsinu eftir brunann. Heillegum hlutum þess var þó bjargað og þeir endurnýttir í nýju hús sem byggt var á grunni þess sem brann. Endurgerðin heppnaðist einstaklega vel hjá arkitektinum, Sean Hamilton, þar sem hún tekur bæði tillit til gamla hússins ásamt því að bæta við nýjum og ferskum straumum. Í kjölfarið hlaut Sean mjög virt verðlaun, sem aðeins þeir hönnuðum eru veitt sem skarað hafa framúr á sínu sviði, svokölluð “BDAV awards for higest honor”.

Húsið ber með sér þokka í einfaldleika sínum og fellur vel að umhverfinu. Stór form og andstæður í efnivið eru einkennandi, eins og ryðgað stál, glerveggir, viður og steypa bera vott um. Sumstaðar er steypa með brunaáferð látin halda sér sem vitnisburður um liðna tíma.

2011E04P016

2011E04P014

2011E04P017

2011E04P020

2011E04P018

2011E04P022

2011E04P029

2011E04P024

2011E04P002

SHARE