Virgin America fær okkur til að taka loksins eftir öryggisleiðbeiningum í flugvél.

Nauðsynlegar en hundleiðinlegar útskýringar á öryggisatriðum um borð og hvernig bregðast skuli við ef að eitthvað fer úrskeiðis er hluti af því að fljúga. Virgin America fengu hinsvegar Jon Chu leikstjóra Step up og Justin Bieber myndanna til að gera þetta aðeins skemmtilegra og áhugaverðara. Dansarar, söngvarar og danshöfundar hafa áður komið fram í American Idol og So you think you can dance.  Og myndbandið inniheldur meðal annars syngjandi nunnu, rappandi ungling og breikdansara.

Vertu viðbúinn að fljúga!

[youtube width=”600 ” height=”325″ video_id=”h0UvbSRcyfM”]

Myndband um tilurð öryggismyndbandsins og hvað gerðist á bakvið tjöldin má sjá hér:

[youtube width=”600 ” height=”325″ video_id=”kO8Z3Us2SlQ”]

SHARE