Smokkur sem getur drepið sjálfa HIV veiruna og kæft smit í fæðingu er væntanlegur á markaðinn innan tíðar, nái framleiðendur markmiði sínu.

Smokkurinn, sem var hannaður af áströlskum vísindamönnum, ber nafnið VivaGel Condom og er talinn veita 99.9% vörn gegn HIV, Herpes og HPV smiti sem berst við samfarir. Smokkurinn hefur þegar hlotið samþykki heilbrigðisyfirvalda í Ástralíu og er því væntanlega ekki langt að bíða þess að VivaGel smokkurinn verði fáanlegur yfir borðið í verslunum, en um tímamótaframleiðslu mun vera að ræða og er smokkurinn einn sá alfyrsti sinnar tegundar.

 Sjálfur smokkurinn er smurður með VivaGel sem inniheldur sótthreinsandi og sýkladrepandi lyf sem ræðst sérstaklega gegn HIV veirunni. Vonir standa til að framleiðslan muni draga úr smiti á kynsjúkdómum við samfarir – þar á meðal HIV – og muni draga úr áhættu á ótímabærri þungun samtímis.  

Þó hafa rannsakendur látið þau varnaðarorð falla að verjur og þar með taldir smokkar, hversu öruggir sem þeir kunna að vera, hafi aldrei dregið með öllu úr möguleikanum á ótímabærri þungun eða smiti á kynsjúkdómum. Hafa beri í huga að VivaGel smokkurinn muni draga stórlega úr líkum á smiti með því að drepa niður magn vírusagna sem viðkomandi kemst hugsanlega í snertingu við. 

Gríðarleg aukning smitandi kynsjúkdóma hefur herjað á íbúa Ástralíu undanfarin ár og þannig er kynfæraáblástur (Herpes) svo skæður innan álfunnar að talið er að einn af hverjum átta Áströlum sem er innan við 25 ára aldur sé smitaður af veirunni; þar af margir sem eru ómeðvitaðir um að þeir eru smitaðir og geta því óafvitandi smitað rekkjunauta sína.  

Þá er ótalin sú skelfilega staðreynd að aukning HIV smita innan Ástralíu hefur jókst um heil 10% frá árslokum 2012 og til ársloka 2013. Á árabilinu 1999 og fram til 2012 varð ríflega 70% auking á HIV smitum.  

 Reynist satt sem vonir standa til; að VivaGel smokkurinn, sem er einn sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum geti hamlað HIV, Herpes og möguleika á HPV smiti – er um stórkostlega tímamótaframleiðslu að ræða – en þó með þeim varnagla að smokkurinn haldist á sínum stað meðan leikar standa yfir og rétt sé farið við ásetninguna. 

Lesa má meira um VivaGel smokkinn HÉR

SHARE