Vöfflur vekja alltaf lukku eru klassík á hvert veisluborð. Ragnheiður á Matarlyst segist finnast þessar æði með jarðaberjasultu, rjóma, glassúr og berjum.
Vöfflur
Hráefni
400 g hveiti
200 g smjör eða smjörlíki brætt
4 msk sykur, það má nota aðra sætu eins og t.d hunang.
6 egg
2 tsk lyftiduft
2 -3 tsk vanilludropar
Mjólk eftir þörfum
Aðferð
Blandið þurrefnum saman, bætið út í eggjum bræddu smjöri, vanilludropum og mjólk, pískið eða hrærið saman, bætið mjólk út í þar til deigið verður álíka þykkt og t.d súrmjólk
Bakið í vöfflujárni þar til gullnar.
Deigið geymist í 2-3 daga í lokuðu íláti inn í ísskáp, þynni það þá út með mjólk því það þykknar.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.