Vöfflur, venjulegar og spelt – Uppskriftir

Vöfflur

100 gr smjörlíki brætt
75 gr sykur
2 egg
250 gr hveiti
3 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 tappi vanilludropar
Mjólk eftir þörfum

Þurrefnin sett fyrst,síðan allt hitt hrært vel saman. Til að gera vöfflurnar extra fínar er gott að þeyta eggjahvíturnar sér og blanda þeim varlega við deigið alveg síðast. Bakist í vöfflujárni.

Speltvöfflur

200 g spelti
1 tsk vínsteinslyftiduft
2 msk agavesíróp
3 egg
0,5 tsk vanilludropar (úr heilsubúð)
2 msk kókosolía
150-200 ml sojamjólk (eða önnur mjólk)

Sigtið saman í stóra skál spelti og vínsteinslyftiduft. Hrærið saman í annarri skál; egg, agavesíróp, vanilludropa og svolítið af sojamjólk (100 ml eða svo en bætið við eftir þörfum, allt að tvöfalt meira til viðbótar). Hrærið aðeins og bætið kókosolíunni út í. Hrærið vel. Hellið varlega út í stóru skálina og notið sósupískara til að allt verði kekkjalaust. Áferðin á að vera svona eins og á mjög þykkri súpu en ekki eins og á t.d. graut. Það er best að prófa sig áfram með þykktina á deiginu. Best er að deigið sé kekkjalaust. Best er að baka eina vöfflu í einu fyrir hvern og einn því þær eru svo miklu betri nýbakaðar heldur en kaldar. Það má einnig frysta vöfflur og setja þær kaldar í brauðristina! Þær verða hér um bil eins og nýbakaðar!

(Café Sigrún)

SHARE