Vogin í sumar: “Fríðindi, fliss og fáránlega skemmtilegt daður”

Vogin þarfnast ástarinnar og maka til þess að upplifa heildrænt líf. Samruni er allt sem einhverju skiptir í augum Vogarinnar, sem hefur yndi af því að gleðja aðra. Vogin á afar gott með að aðlaga sig að þörfum og óskum umhverfisins og þar af leiðandi sækir Vogin eftir samhljóm í samskiptum. Vogin býr yfir ljúfum þokka og geislar af kynferðislegu aðdráttarafli og nýtir hvoru tveggja óspart til að fá vilja sínum framgengt í einkalífinu. Einstaklingar fæddir í merki Vogarinnar geta verið afar rómantískir og tillitsamir og Vogin gerir allt sem í hennar valdi stendur til að gleðja maka sinn.

Að hika er það sama og að tapa, kæra Vog. Kæfðu allar vangaveltur og ótímabær vonbrigði og láttu vaða í einkalífinu. Taktu sénsinn og gakktu hreint til verks.

Og Vogin er fær í sínu hlutverki, er gefandi í ástarlífinu og kann að aðlaga sig að ólíkum þörfum, gera málamiðlanir. Vogin hefur afar fágað fegurðarskyn og nýtur alls þess sem fagurt er, en þetta á einnig við um hegðan og þarfir Vogarinnar í svefnherberginu. Jafnvel umhverfið þarf að vera fagurt í svefnherberginu, eigi Vogin að finna til örvunar. Ilmkerti, hágæða olíur, reykelsi og satín; allt þetta gleður Vogina sem örvast af öllu því fíngerða og fagra.

Fjör og fríðindi, fliss og fáránlega skemmtilegt daður geta einkennt sumarið, en aðeins ef þú, kæra Vog, tekur áhættuna og kastar þér út í iðu lífsins.

Að hika er það sama og að tapa, kæra Vog. Kæfðu allar vangaveltur og ótímabær vonbrigði og láttu vaða í einkalífinu. Taktu sénsinn og gakktu hreint til verks. Venus ferðast um Tvíburann í júnímánuði og hleypir daðurmildri orku í einkalífið. Fjör og fríðindi, fliss og fáránlega skemmtilegt daður geta einkennt sumarið, en aðeins ef þú, kæra Vog, tekur áhættuna og kastar þér út í iðu lífsins. Leyfðu þér að kynnast nýju fólki, eignast fleiri vini og upplifa ævintýri í einkalífinu – að því tilskyldu að þú sért einhleyp Vog. Þeir sem eru fæddir í merki Vogarinnar og eru þegar lofaðir ættu að umfaðma fallega orku ástarinnar og nýta sumarið til að hlúa að tilhugalífinu og blása nýjum glæðum í líf hjónabandsins. Tímar friðsældar og fegurðar eru framundan í lífi Vogarinnar og sér í lagi á sviði einkalífsins. Einkunnarorð sumarsins eru því: Leyfðu þér umfram allt að elska!

 Sperrtu vel eyrun ef þú heyrir af nýjum hugmyndum og sláðu til ef þér verður boðið að taka þátt, því þær sömu hugmyndir eiga eftir að bera ávexti og veita þér færi á aukinni innkonu þegar fram í sækir.

Það er varla að þú getir beðið um meir, kæra Vog. Herská orka Mars hefur verið ráðandi í merki Vogarinnar undanfarna mánuði. Ákefð og innblástur, árangur á sviði atvinnu og uppskera í námi hefur fært hinni dæmigerðu Vog faglega viðurkenningu á undanförnum mánuðum. Og nú er tími sumarsins runninn upp; sem felur í sér ákveðin loforð um verðskuldaða viðurkenningu á sviði atvinnu og náms, allt vegna fórna þeirra sem dugmiklar Vogir færðu á fyrstu sex mánuðum ársins. Júlí er tilvalinn mánuður fyrir Vogina til að byrja á nýjum verkefnum og Vogin má vænta þess að verða fyrir óvæntum innblástri á fyrrgreindum tíma. Sperrtu vel eyrun ef þú heyrir af nýjum hugmyndum og sláðu til ef þér verður boðið að taka þátt, því þær sömu hugmyndir eiga eftir að bera ávexti og veita þér færi á aukinni innkonu þegar fram í sækir.

Tímar friðsældar og fegurðar eru framundan í lífi Vogarinnar og sér í lagi á sviði einkalífsins. Einkunnarorð sumarsins eru því: Leyfðu þér umfram allt að elska!

Hún gamla fröken Lukka brosir sínu blíðasta við þeim sem fæddir eru í merki Vogarinnar með hækkandi sumri og gott ef Vogin má ekki eiga von á óvæntum arfi, endurgreiðslum eða verðskuldaðri stöðuhækkun á hásumri. Umfram allt má Vogin alls ekki missa alla von, því betri tíma er að vænta. Lukkan er handan við hornið, kæra Vog og hún er þér í vil!

Skoða önnur merki HÉR

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here