Wok-réttur með nautakjöti

Þessi geggjaða uppskrift kemur frá Fallegt og Freistandi. 

Wok-réttur með nautakjöti

UPPSKRIFT FYRIR 2

 

400 g nautakjöt
1 bakki sykurbaunir
100 g sveppir
3 stönglar ferskur aspas
200 g eggjanúðlur

 

Marinering:

150 g aprikósumarmelaði frá Den Gamle Fabrik
1-2 msk sojasósa
1-2 cm rifin engiferrót

 

Aðferð:

Setjið marmelaði, sojasósu og engiferrót í pott og sjóðið niður. Setjið til hliðar. Eldið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakka og skolið með köldu vatni. Skerið nautakjötið í strimla. Saxið grænmetið. Hitið smávegis af olíu á wok-pönnu. Snöggsteikið kjötið og grænmetið. Setjið núðlurnar út á pönnuna og blandið varlega saman. Hellið að lokum marineringunni yfir réttinn, blandið saman og berið strax fram.

Smellið endilega like-i á Fallegt og freistandi Facebook.

SHARE