YFIRKRÚTTUN: Agnarsmá og eldsnögg kamelljón nýskriðin úr eggi

Þessi agnarsmáu og yndislegu kamelljón skriðu úr eggi í Traonga dýragarðinum í Sydney, Ástralíu fyrir skemmstu og kafsprengja krúttskalann í einni hendingu. Í raun er erfitt að ætla að krúttlegri skriðdýr hafi skriðið úr eggi fyrr – svo ógurlega sæt eru þessi agnarsmáu kamelljón.

Þau eru græn að lit frá náttúrunnar hendi en eins og öllum kamelljónum er eðlislægt, skipta þau gjarna litum – allt eftir líðan, hitastigi og bregðast við streituvöldum í umhverfinu með því að skipta um hörundslit. En þannig eru kamelljón einmitt úr garði gerð. Þau skipta litum.

Þessi tegund er ættuð frá Asíu, nánar tiltekið frá Yemen og Saudi Arabíu. Kamelljónin sem sjá má hér – nýfædd að vísu – eru ekki í útrýmingarhættu og eru gjarna höfð sem gæludýr.

Er nema von að fólk taki ástfóstri við þessi litlu krútt …

cute-baby-chameleons-hatch-taronga-zoo-sydney-13

cute-baby-chameleons-hatch-taronga-zoo-sydney-5

cute-baby-chameleons-hatch-taronga-zoo-sydney-14

cute-baby-chameleons-hatch-taronga-zoo-sydney-11

cute-baby-chameleons-hatch-taronga-zoo-sydney-10

cute-baby-chameleons-hatch-taronga-zoo-sydney-7

cute-baby-chameleons-hatch-taronga-zoo-sydney-6

cute-baby-chameleons-hatch-taronga-zoo-sydney-8

Heimild: Bored Panda

Tengdar greinar:

Örsm� eðla skríður úr eggi

29 ástæður fyrir því að það er klikkun að fara til Ástralíu – Myndir

Pínulítill hamstur borðar pínulítið burrito: MYNDBAND

SHARE