YFIRKRÚTTUN – Elsti maður Ástralíu (109) prjónar peysur á mörgæsir

Hann er 109 ára gamall, prjónar eins og fagmaður og heitir Alfred Date. Býr á áströlsku hjúkrunarheimili og er elsti maður álfunnar. Sem væri ekki í frásögur færandi í sjálfu sér, ef Alfred gamli hefði ekki þá daglegu iðju að bjarga mörgæsum frá bráðum bana – með prjóna, alúð og dúnmjúkt garn að vopni.

Ástralskar mörgæsir eiga undir illvígt högg að sækja vegna olíuslyss sem varð við strendur álfunnar árið 2001, sér í lagi þær mörgæsir sem staðsettar eru nærri Phillip Island en það var í mars á síðasta ári sem umhverfisverndarsamtökin Knits For Nature sendu út formlegt neyðarávarp til almennings og biðluðu til prjónaáhugafólks. Mörgæsirnar þyrftu á hlífðarvestum að halda, ættu þær að hafa af þá umhverfismengun sem olíuspjöllin ullu á ástralskri náttúru.

Meðal þeirra sem brást við kallinu var svo enginn annar en Albert gamli, sem er ekki einungis elsti maður Ástralíu heldur gífurlega lunkinn í höndunum og prjónar undursamlega falleg hlífðarvesti sem má sjá kjagandi mörgæsir klæðast.

alfie_3195367b

Albert er liðtækur með prjónana og vílar ekki fyrir sér að smella í eina peysu á dag

Albert hefur reyndar fengist við handavinnu í yfir áttatíu ár og hefur gaman að, en fyrsta stykkið sitt prjónaði Albert á ófæddan systurson sinn, þá ungur að árum. Hann er enn að og fær mikla lífsfyllingu út úr því einu að sinna náttúruvendarstörfum á þennan óvenjulega máta.

r1245229_16544898

Slösuð og vönkuð mörgæs í hlífðarvesti líku því sem Albert prjónar fyrir dýrin

Prjónuðu hlífðarvestin eru mörgæsunum svo nauðsynleg, þar sem fuglunum er tamt að ýfa og snyrta fjaðrirnar í sífellu – en með því móti dreifa mörgæsirnar ekki einungis skaðlegum spilliefnum um allan kroppinn, heldur innbyrða einnig eiturefnin sem berast í meltingarveginn. Því eru fuglarnir færðir í prjónaðar peysur sem, að sögn hefur bjargað yfirgnæfandi meirihluta mörgæsa sem hafa orðið fyrir barðinu á illskeyttri menguninni.

1601454_691255040895147_772900117_n

Svona líta hlífðarvestin út sem Albert prjónar á vesalings mörgæsirnar

Hér má sjá örlítið brot af þeim hlífðarvestum sem mörgæsirnar klæðast og hinn 109 ára gamli Albert Date prjónar – í félagi við aðra ástralska sjálfboðaliða sem láta sig ástralska náttúruvernd varða.

Viðtal NineMSN við Albert gamla má skoða HÉR

1794700_709307619089889_600392381_n

1489206_709307635756554_857173122_n

df5f98e0-94ed-0132-4424-0ebc4eccb42f

Tengdar greinar:

Hjálpa heilli andafjölskyldu yfir götuna – Myndband

Geta rottur verið krúttlegar? – Myndir

Kviknaktir dýralæknanemar sprella í ástralskri náttúru

SHARE