Yndislegar myndir af sofandi ungabörnum

Karen Wiltshire er ljósmyndari sem sérhæfir sig í að taka myndir af ungabörnum. Þar sem að hún er sjálf tveggja barna móðir veit hún að ungabörn geta verið krefjandi, þannig að hún beitir smá tækni til að róa þau svo að þau sofni.
baby10 baby11 baby12 baby13 baby14

Í fyrsta lagi biður hún foreldrana að sjá til þess að barnið sé satt þegar það kemur í myndatöku. Síðan ruggar hún barninu fram og tilbaka og strýkur yfir augnlokin á því til að flýta ferð þess inn í draumaheiminn. En að það virkar ekki þá er hún með annað trikk í pokahorninu: Hún er með app á Iphoneinum sínum þar sem spilar hárblásara í gangi og það trikk virkar alltaf.
baby5 baby6 baby7 baby8 baby9

Karen gerir ráð fyrir að kunnuglegt hljóðið hjálpi börnunum að sofna. Það hlýtur jú að vera pínu erfitt að vera á nýjum stað þegar maður er svona lítill. Kunnuglegt hljóð og ástúðleg snerting Karenar hjálpa börnunum í draumaheiminn og þegar þau eru komin þangað getur Karen stillt þeim upp eins og hún vill.

Stundum fær hún tækifæri til að taka myndir af tvíburum.
baby4 baby15j

Jafnvel af þríburum.
baby1

Börnin eru einstaklega falleg og friðsöm.
baby2 baby3 baby16j baby17j

Þó að ungabörn geti verið krefjandi þá minna myndir Karenar foreldranna á friðsamar og rólegar stundir með börnunum.
Þeir muna fegurð þess að vera foreldrar, frekar en svefnlausar nætur, skítugar bleyjur og drasl. Sumar bestu stundir þess að vera foreldri eru festar á eina mynd.Þó að viðfangsefni Karenar muni ekkert eftir myndatökunni, geta foreldrarnir varðveitt myndirnar að eilífu.
baby18j baby19j baby20j baby21j baby22j
baby23j

 

Heimasíða 

SHARE