Yoga kenndi henni hvað er mikilvægast í lífinu

Þóra Hjörleifsdóttir er yogakennari. Hún kennir heima hjá sér í Eyjafjarðarsveit og var síðastliðinn vetur með 4 tíma á viku. Hún hefur líka farið inn í skólana og kennt kennurum Yoga. Hún spilar einnig á gong. Í sumar býður hún upp á Breathwalk 1x í viku í náttúrunni.

Áður en hún byrjaði í yoga hafði hún lent í streitutengdum veikindum sem kostuðu hana sjúkrahúsvist og þrjá uppskurði. Í byrjun veikindanna kom yoga til hennar og hjálpaði henni í gegnum þau á undraverðan hátt, eftir það ákvað hún að fara að læra.

Sjá einnig: Kennir jóga með frjálsri aðferð 

Hún lærði Kundalini yoga hjá Guðrúnu Darshan í Andartak veturinn 2015-2016, og hefur farið á framhaldsnámskeið sem heita Vitality and stress og Consious Communication. Hún er líka með annað stig í Reikiheilun.

Hennar dýrmætustu stundir eru þegar hún stundar yoga, það hefur vísað henni á hljóðan, víðfeðman og yndislegan stað innra með henni sem hún getur alltaf heimsótt þegar hún vill leita að endurnæringu og friði. Það hefur hjálpað henni að greina hismið frá kjarnanum og hún gerir sér grein fyrir því sem skiptir mestu í lífinu. Hún er orðin meðvitaðri um svo margt, eins og að vera til staðar hér og nú, njóta andartaksins, og að gleyma ekki að hlúa að sér andlega og líkamlega, en það vill oft gleymast í amstri dagsins og tímaskorti þjóðfélagsins. Núna tekur hún sér tímann sem hún þarf.

Hún elskar að kenna yoga og miðla þeirri miklu visku og tækni sem það inniheldur til annarra, svo þeir fái líka að njóta.

Sat nam.

SHARE