Ýsugratín með aspas frá Röggu

Ég játa það alveg skammlaust opinberlega að ég er með matarást á mágkonu minni. Hvað get ég sagt, maturinn hennar er bara einfaldlega æði og það besta er að einfaldleiki uppskriftanna henta mér svo einstaklega vel.

Uppskrift:

1 pakki Toro kremet aspassúpa
3 dl rjómi
2 dl vatn
800 gr ýsa
1 dós grænn aspas
1 púrrulaukur
gratín ostur
salt og pipar

Aðferð:

Rjóma, vatni og pakkasúpu hellt í pott, suðan látin koma upp svo slökkt undir (hræra í).

Roð og beinhreinsuð ýsa skorin í bita, raðað í eldfast mót. Vatninu hellt af aspasnum í dósinni, aspasin skorin í bita og dreift ásamt púrrulauknum, salti og pipar stráð yfir og súpunni úr pottinum hellt yfir allt og svo rifin ostur yfir.

Bakað við 180 gráður í 30 mín

Dásemd með góðu salati og hvítvínsglasi.

 

 

SHARE