Zoë Kravitz skammast yfir klámfenginni hegðun Lenny gagnvart Katy Perry

Lenny Kravitz er sennilega einn af svalari feðrum veraldar og ber aldurinn gríðarlega vel – en oftlega vill gleymast að maðurinn á tvítuga dóttur, sem var ekki á sama máli og aðdáendur hans eftir frammistöðu kyntáknsins á sviði meðan á hálfleik Ofurskálarinnar stóð fyrir skemmstu.

Þannig birti Zoë þessa ljósmynd af föður sínum á sviði … og sendi honum um leið fingurinn á Instagram fyrir það eitt að sýna kynferðislega tilburði á sviði meðan á atriði þeirra Katy Perry stóð:

Ljósmyndin hefur fengið talsverða athygli á Instagram og ekki eru allir að tengja við brandarann – en svo virðist sem þau feðgin hafi þó verið að bregða á leik – og að fjölskyldan hafi afar fágað skopskyn – því Zoë, sem fylgdi Lenny föður sínum á Ofurskálina þar sem hann tróð eftirminnilega upp í hálfleik, birti líka þetta myndband á Instagram … sem sýnir föður hennar reyna að selja ólöglega miða á stórviðburðinn:

Zoë er einkadóttir Lenny og Lisu Bonet, leikkonu en hún hefur sjálf látið til sín taka í tónlistinni og gaf þannig út sína alfyrstu breiðskífu á síðasta ári. Hér má þannig heyra fyrstu smáskífuna sem kom út af fyrstu breiðskífu Zoë – hér með A$AP Rocky:

Tengdar greinar:

Instagram dagsins: Lenny Kravitz lagar vínyl

A Man’s Story: A$AP Rocky fetar í fótspor Salvatore Ferragamo

Lenny Kravitz og trefillinn…

SHARE