A Man’s Story: A$AP Rocky fetar í fótspor Salvatore Ferragamo

Saga hátískunnar er vörðuð hugrökkum karlmönnum og konum sem með galtóma vasa og knúin áfram af brennandi þrá til að skapa fagra hluti, klifu nær óyfirstíganlegar hindranir og uppskáru viðurkenningu að launum. Þó ekki fyrr en þau hin sömu höfðu lagt á sig nær þrotlausa vinnu sem teygði sig yfir margra ára skeið, en fæst voru þau fædd með silfurskeið í munni.

Það er ekki tekið út með sældinni að klífa á toppinn og brjótast úr viðjum fátæktar, hljóta heimsviðurkenningu fyrir unnin störf og stimpla nafn sitt á spjöld hátískusögunnar. Þannig var Coco Chanel fædd í sárri fátækt af einstæðri móður sem starfaði í þvottahúsi þar til hún andaðist og ólst stúlkan því upp á munaðarleysingjahæli. Sjálfur Louboutin var pönkari sem flosnaði upp úr gagnfræðaskóla og þótti almennt til vandræða þar til hann sneri sér að hönnun og framleiðslu pinnahæla sem færðu honum heimsfrægð.

.

1313205794625-1

Gabrielle Bonheur (Coco) Chanel var dóttir einstæðrar móður og ólst upp á frönsku munaðarleysingjahæli

.

Hinn ítalski Salvatore Ferragamo er engin undantekning frá formúlunni sem er getið hér að ofan, en hann fluttist frá suður Ítalíu árið 1914, einungis 16 ára að aldri til að taka verksmiðjustarfi við hlið bróður síns, sem starfaði þá í stígvélaverksmiðju í Massachusetts. Knúinn áfram af skapandi þrá, fann hinn ungi Ferragamo fljótlega köllun sína; en hann var alla tíð mótfallinn staðlaðri verksmiðjuframleiðslu á fjöldaframleiddum skófatnaði og bjó yfir brennandi þörf til að skapa og móta sérsniðna skó sem lytu ströngustu gæðakröfum og féllu vel að fæti.

.

tumblr_mt0h1spoMt1qzdzbuo1_500

Ferragamo sýnir ungri Audrey Hepburn hátískuskó sem hann sjálfur hannaði; árið er 1954 

.

Með eintómar vonir í vösunum, hélt ungi maðurinn því upplitsdjarfur til sólríkra hæða Hollywood fljótlega eftir komuna til Bandaríkjanna og með dugnað og elju í farteskinu vann Ferragamo sér fljótlega sess sem einn fremsti skóframleiðandi í kvikmyndaborginni, en nafn hans lifir enn, löngu eftir andlátið.

.

FerragamoCreations-Rainbow02-copy-711x474-1

Regnbogasandalar Ferragamo sem sérhannaðir voru árið 1938 fyrir Judy Garland 

.

Til að heiðra atorkusemi, hugrekki og óbugandi metnað hins unga Ferragamo gefur tískuhúsið nú út stuttmyndina A Man’s Story, hrífandi myndskot sem fylgir ungum karlmönnum eftir sem allir á sinn persónulega hátt endurspegla útsjónarsemi, elju og þor hins unga Salvatore sem 16 ára gamall fetaði ótroðnar slóðir með fyrrgreindum árangri.

Þeir sem leggja verkefninu lið eru meðal annars hip hop listamaðurinn og rapparinn A$AP Rocky sem á rætur að rekja til fátækari hluta Harlem og braust upp á stjörnuhimininn með látum eftir að mixteipið Live. Love. ASAP kom út árið 2011 sem hlaut ómælda viðurkenningu og landaði listamanninum samning við Polo Grounds Music, RCA Records og að lokum Sony Music Entertainment.

.

03-AsapRocky-3

A$AP Rocky missti föður sinn 12 ára að aldri og eyddi æskuárunum í sárri fátækt

.

Það var ítalski ljósmyndarinn Francesco Carrozzini sem slóst í för með höfuðmógúl tískuhússins, Massimiliano Giornetti, í þeim tilgangi að varpa ljósi á þá þyrnum stráða slóða sem þessir ungu frumkvöðlar máttu feta meðan þeir fylgdu lífsástríðu sinni og skilaði þeim öllum á sinn eigin máta, framúrskarandi árangri. Eins og sjálfur Rocky segir með eigin orðum:

„Þetta fólk, þessir gömlu listamenn, þeir þurftu að feta erfiða, þunga og staðlaða braut til að ná þangað sem þau vildu vera. Við gerðum hins þegar það sem til þurfti á okkar eigin forsendum.”

Nánar má lesa um A Man’s Story á vef Ferragamo en hér má sjá stuttmyndina sjálfa:

Reincarnation: Logandi heitt ástarævintýri Lagerfeld á hvíta tjaldið

Vogue hefur mælt: Vintage er málið

Hvað má og hvað má ekki þegar kemur að því að rokka karlmannstískuna

SHARE