Borðar þú til að gleyma? – 10 atriði sem lýsa tilfinningalegu ofáti

Það eru alltaf fleiri og fleiri sem þurfa að takast á við offitu í heiminum í Ísland er þar engin undantekning. Margir hverjir borða til að bæla niður einhverjar óþægilegar tilfinningar og finna huggun í mat og hefur það oft verið kallað „að borða tilfinningar sínar“. Til dæmis hefur orðið til sú staðalímynd um konu sem situr með skeið og stórt ísbox af því að hún er í ástarsorg.

Það var gerð lítil rannsókn um þetta málefni sem birt var í Journal og voru niðurstöðurnar mjög áhugaverðar. Rannsóknin var gerð á 8 konum á aldrinum 30- 57 ára og lýstu þær sér allar sem manneskjum sem borða til að gleyma slæmum tilfinningum. Hér eru 10 atriði sem geta lýst tilfinningalegu ofáti:

1. Persónulegar og menningarlegar venjur

Þeir sem neyta matar í miklu magni gera það af ástæðum sem hafa ekki mikið að gera með hungur. Margar af konunum sögðu að mikil matarmenning væri í kringum sig og það væri erfitt að brjóta það upp.

2. Með þráhyggju fyrir mat

Það fylgir þessu mikil þráhyggja fyrir mat og getur það valdið mikilli streitu því manneskjunni finnst alltaf að eins og hún sé að verða uppiskroppa með mat eða að það sé ekki til nóg af því sem henni finnst gott.

3. Slæm sambönd

Þátttakendur í rannsókninni áttu það sameiginlegt að hafa verið í slæmum samböndum og áttu erfitt með að tengjast sterkum tilfinningalegum böndum. Matur varð að einhverri sjálfshuggun.

4. Fíknisaga

Helmingur þátttakenda í rannsókninni áttu sér sögu um að hafa misnotað áfengi og fíkniefni og matarfíknin tók við, þegar þær hættu í vímuefnunum.

5. Uppgjöf

Þær höfðu allar gefist upp fyrir þyngd sinni á einhverjum tímapunkti en það kom alltaf í bylgjum. Sumir lýstu því eins og að þær hefðu verið að gefast upp fyrir þeirri staðreynd að þær yrðu aldrei fullkomnar. En þessi uppgjöf endist aldrei.

6. Sjálfsgagnrýni

Þeir sem „borða tilfinningar sínar“ eru sínir verstu gagnrýnendur og líta á sig sem misheppnað eintak af manneskju því þeim tekst ekki að grenna sig og halda sig við heilsusamlegan mat eða minni matarskammta.

7. Biðja ekki um hjálp

Skömm og ótti við að vera dæmdur er mjög ríkjandi hjá þeim sem eru svona og það aftrar þeim frá því að leita sér hjálpar.

8. Borða í laumi

Konurnar höfðu allar falið mat og borðað í laumi svo það væri minni líkur á fólk sæji hvað væri í gangi.

9. Mótsagnakenndar tilfinningar til matar

Manneskjur sem borða til að bæla niður tilfinningar sínar eru ekki endilega bara þeir sem elska mat. Þær eiga margar hverjar í ástar/haturssambandi við mat.

10. Rugla tilfinningum

Þær rugla oft saman líkamlegu hungri og tilfinningalegri þörf fyrir félagsskap og huggun.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here