11 ára sonur Rod Stewart fluttur í flýti á spítala eftir að hafa misst meðvitund – reyndist kvíðakast

Rod Stewart tilkynnti nýlega að sonur hans Aiden hafi verið fluttur á spítala með sjúkrabíl eftir að hafa fallið í yfirlið og orðið blár í framan á fótboltaleik þar sem hann lék með U12 Young Hoops og óttuðust foreldrar hans að hann hefði fengið hjartaáfall.

Rod sagði að atvikið hafði verið mjög óhugnalegt en sonur hans hafi í raun fengið kvíðakast. „Við héldum að strákurinn minn hefði fengið hjartaáfall,“ sagði hann. “Hann varð blár í framan og var alveg meðvitundarlaus þar til hann róaðist. Þetta var skelfilegt, en þetta reyndist vera kvíðakast.” Rod sagði að sonur hans „hafi viljað standa sig vel“ og bætti við að Aiden hefði „viljað spila fyrir Hoops í Skotlandi fyrir pabba sinn“.

Söngvarinn Rod bætti því við að annar strákur í liðinu hafi dottið og meitt sig, sem varð til þess að kallað var á annan sjúkrabíl. „Af öllum þeim skiptum sem ég hef horft á fótbolta, er þetta í eina skiptið sem ég hef séð tvo sjúkrabíla kallaða til í eina og sama leiknum.

Samkvæmt NHS eru einkenni kvíðakasta mörg, þar á meðal hraður hjartsláttur, yfirliðstilfinning, brjóstverkur og mæði.

Hins vegar kemur þetta einnig fram hjá NHS : „Vertu meðvitaður um að flest þessara einkenna geta einnig verið einkenni annarra sjúkdóma eða vandamála, svo þú ert ekki alltaf að upplifa kvíðakast.”

Rod á son sinn, Aiden, með eiginkonu sinni Penny Lancaster Stewart, sem hann giftist árið 2007. Hann á sjö önnur börn.

Síðustu misseri hafa verið Rod erfið en tveir bræður hans létust með 2 mánaðar millibili fyrir skömmu. Í síðasta mánuði var elsti sonur hans, Sean fluttur á sjúkrahús eftir harðan árekstur við trukk.

Skoðaðu einnig:

SHARE