11 hlutir sem ýta undir ADHD einkenni

ADHD er skammstöfun fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Á íslensku hefur þetta heilkenni verið nefnt athyglisbrestur með ofvirkni. ADHD stafar af truflun á starfsemi heilans sem veldur einbeitingarskorti, ofvirkni og/eða hvatvísi. Þetta hamlar viðkomandi heima fyrir, í skóla, meðal félaga, í vinnunni og samfélaginu almennt.

Maður getur gert ýmislegt til að minnka einkennin og halda þeim niðri. Hér eru nokkrir hlutir sem geta aukið einkenni ADHD.

Þú hreyfir þig ekki

Ef minni þitt er lélegt getur það stafað af því að þú ert með ADHD. Ef þú stundar enga líkamsrækt er það ekki að hjálpa heilanum þínum neitt. Hinsvegar getur líkamsrækt bætt minni þitt til muna. Líkamleg þjálfun getur líka hjálpað þér að taka ákvarðanir, læra og fylgjast með. Er ekki komin tími til að dusta rykið af íþróttaskónum?

Kaupir alltaf tilbúinn mat

Það eru engin geimflaugavísindi að búa til mat en það getur verið andleg áreynsla þegar þú ert með ADHD. Þú þarft að plana, undirbúa og fylgja ákveðnum skrefum. Auðvitað er auðveldara að kaupa tilbúinn mat en þú ættir að elda oftar. Hollur matur getur hjálpað þér að takast á við athyglisbrestinn en það er ekki hlaupið að því að fá skyndibitamat sem er hollur.

Borðar of mikið af viðbættum efnum

Hingað til hefur ekki verið hægt að greina nákvæmlega hvaða matur, ef einhver, gerir ADHD-ið verra. Rannsóknir hafa samt sýnt að viðbætt efni eins og til að mynda matarlitur, getur aukið einkennin hjá börnum. Það er mikill matarlitur til dæmis í sælgæti og gosdrykkjum. Vísindamenn vita ekki hvaða áhrif matarliturinn hefur á fullorðna en það sakar ekki að taka hann út og sjá hvað gerist.

Sjá einnig: ADHD barn vs. barn sem er ekki með ADHD

Sleppir morgunmat

Ef þú sleppir morgunverðinum geta einkennin aukist. Morgunverðurinn getur gert það auðveldara fyrir þig að takast á við félagslegar aðstæður. Það getur líka hjálpað þér að hugsa og einbeita þér lengur yfir daginn. Jafnvel þó þér finnist lyfin slá á matarlystina, reyndu þá að borða eitthvað smá. Harðsoðið egg eða smá jógúrt er alveg nóg.

Óþrifalegt heimili og skrifstofa

Sumir segja að ringulreið sé merki um snilligáfu og rannsóknir benda til þess ringulreið geti verið merki um sköpunargáfu. Ef það er sóðalegt í kringum þig getur það aukið einkenni um ADHD. Hrúgur af blöðum, bókum og þvotti minna þig stöðugt á það sem þarf að gera. Stundum getur það verið of mikið. Ef þú lagar ringulreiðina getur það orðið til þess að þú afkastar meiru og nærð betri einbeitingu.

Of mikið af „dóti“

Það getur verið gaman að versla en ef þú verslar stanslaust gætirðu farið að hamstra. Ef þú ert með ADHD áttu auðvelt með að sanka að þér dóti og þér finnst erfitt að sleppa af þeim takinu. Góðu fréttirnar eru: Það er til leið til að slaka á og versla. Fylgdu bara reglunni: Einn hlutur inn á heimilið – Einn hlutur út af heimilinu. Þú verður semsagt að gefa eða að losa þig við einn hlut ef þú kaupir einn nýjan.

Á röngum lyfjum

Þegar þú varst greind/ur með ADHD sagðir þú lækninum allt um þig og einkennin þín? Ef ekki, gætir þú verið á röngum lyfjum og það getur unnið á móti þér. Hvers vegna?

  • ADHD lyf virka ekki alltaf vel ef þú hefur átt við fíkniefnavanda að stríða.
  • Lyf við alvarlegu þunglyndi getur látið einkenni ADHD aukast.
  • Sum ADHD lyf geta aukið kvíða.

Sjá einnig: Að elska einhvern með ADD eða ADHD

Svefnleysi

Svefnvandamál og ADHD virðist oft haldast í hendur. Í einhverjum tilfellum er orsökina að finna í því að sum lyf eru með örvandi efnum. Fyrir aðra er kvíði, þunglyndi og fleira sem fylgir ADHD um að kenna. Svefnleysi gerir þig ekki bara þreytta/n heldur hefur það mikil áhrif á athyglisgáfuna og hreyfifærni. Talaðu endilega við lækninn þinn.

Hættir í samtalsmeðferð

Ef þér gengur vel í samtalsmeðferð og lyfjagjöf, haltu þig þá við það. Þú gætir freistast til að hætta í samtalsmeðferðinni þegar þér finnst þú hafa allt undir stjórn. Þegar upp er staðið er það auðveldara fyrir þig að taka bara pillu og samtalsmeðferðir kosta peninga. Það eru samt sem áður fjöldi rannsókna sem segja að samtalsmeðferð hjálpar mjög mikið. Ekki síst þegar lyfin eru tekin með.

Of mikil skjánotkun

Geta öllu tækin þín verið að auka á einkenni þín? Kannski. Læknar hafa fundið tengingu á milli ADHD og mikillar skjánotkunar. Netfíkn getur einnig leitt til mikilla ADHD einkenna. Hinsvegar er ekki alveg vitað ennþá hvort kemur á undan. Það sem við vitum er: Skjánotkun fyrir svefn getur truflað svefninn þinn og gert ADHD einkennin meiri.

Ekki nóg koffein

Ef þú ert með ADHD getur kaffi og te dregið úr einkennunum. Það segir sig því sjálft að ef þú hættir í koffeini, munu einkennin aukasr. Koffein getur aukið einbeitinguna, hjálpað þér að halda fókus og hjálpað heilanum við að vinna betur. Ef læknirinn þinn segir að koffein sé í lagi, njóttu þess!

Heimildir: Webmd

SHARE