14 ára með sitt eigið fyrirtæki í miðborginni

Eydís Sól Steinarrsdóttir er 14 ára stúlka gerði sér lítið fyrir í vor og stofnaði sitt eigið fyrirtæki, sem heitir Sunny bikes. Við spjölluðum aðeins við þessa öflugu stúlku:

„Ég fékk svo frábært tækifæri að stofna Sunny bikes svo ég tók það. Ég gerði díl við Markið um að kaupa hjólin og fylgidót,“ segir Eydís Sól. „Ég er með 10 hjól en ef það er mikið að gera hef ég líka notað hjólið mitt og hjólið hans pabba líka.“

Eydís hannaði sjálf logoið og bjó til auglýsingablöð og hefur verið að dreifa þeim um borgina en hún segist hafa verið að meira og minna ein í þessu en hafi samt fengið töluverða hjálp frá Kúkú Campers og Linda Hronn vinkona hennar hefur líka hjalpað henni aðeins.

Eydís hefur mætt í vinnuna sína alla daga frá 10-18 og segir að það hafi gengið rosalega vel: „Þetta er auðvitað mikið bundið að veðrinu. Ef það er brjáluð rigning leigist lítið en ef það er gott veður og sól leigjast öll hjólin út og fleiri til,“ segir þessi öfluga unga stúlka að lokum.

Sunny bikes á Facebook.

 

SHARE