19 ára barnabarn Robert De Niro látið

Leandro De Niro Rodriguez, 19 ára barnabarn Robert De Niro, er látinn. Dóttir leikarans, Drena De Niro, greindi frá andláti sonar síns í færslu á Instagram á sunnudag: „Fallega ljúfi engillinn minn. Ég hef elskað þig meira en orð fá lýst, frá því augnabliki sem ég fann fyrir þér í móðurkviði. Þú hefur verið gleði mín hjarta mitt og allt sem var alltaf hreint og raunverulegt í lífinu. Ég vildi að ég væri hjá þér núna. Ég vildi að ég væri með þér. Ég veit ekki hvernig ég á að lifa án þín.“

Drena segir það ekki berum orðum en það má lesa útúr færslunni að drengurinn hafi tekið sitt eigið líf eða dáið vegna fíkniefna, en ekkert hefur verið staðfest sem stendur.


SHARE