20 einkenni ADHD hjá ungum stúlkum

Athyglisbrestur með ofvirkni eða ADHD, hefur verið lengi greint í fjölda stráka/karlmanna, en eftir því sem skilningur á ADHD eykst greinast fleiri stúlkur/konur líka.
Stúlkur eru líklegri til að vera með ógreint ADHD, þar sem þær virðast of feimnar og svolítið í sínum eigin heimi, að dagdreyma. Strákar eru oftar ofvirkir og hvatvísir sem vekur meiri athygli.

Það að búa við ógreint ADHD getur haft í för með sér ókosti, svo sem skort á aðstoð í skóla, lágt sjálfsmat og sjálfsásakanir. Ógreint ADHD getur jafnvel haft áhrif á geðheilsu langt fram á unglings- og fullorðinsár. Að vera meðvituð um mismunandi birtingarmyndir ADHD hjá stúlkum, getur það hjálpað þér að vita hvenær það gæti verið kominn tími til að fara til læknis til að athuga með greiningu.

Sjá einnig: 11 hlutir sem ýta undir ADHD einkenni

Að greina ADHD í stúlkum

ADHD einkenni geta birst á mjög mismunandi hátt hjá börnum. Þú gætir átt strák sem hefur verið greindur með ADHD, en hefur aldrei hugsað um að dóttir þín sem á í erfiðleikum í skólanum gæti líka verið með ADHD því hennar einkenni eru allt öðruvísi.

Oft er litið á ADHD einkenni hjá stúlkum sem hluta af persónuleika stúlkunnar frekar en ADHD, þess vegna er oft litið framhjá þeim eða aðrar ástæður fundnar fyrir þeim.

Það er miklu auðveldara að greina barn sem er líkamlega virkt og í uppreisn sem einstakling með ADHD, heldur en einhvern sem virðist fjarlægur eða annars hugar. Hjá stúlkum hafa einkenni ADHD eru oft með þessi undirliggjandi einkenni:

Bætir upp athyglisbrestinn

Fyrir margar stúlkur með ADHD er þeirra stærsta áskorun að halda athygli við verkefnavinnu. Þær truflast auðveldlega og eiga það til að dagdreyma. Til dæmis getur fugl fyrir utan glugga kennslustofu dregið athyglina frá einhverju mikilvægara í umhverfi sínu, eins og kennara sem er að tilkynna dagsetningu væntanlegs prófs.

Til að „bæta þetta upp“ getur stúlka með ADHD sett ofur-einbeitingu á eitthvað sem henni líkar við eða er góð í. Hún mun leggja á sig svo mikla vinnu og einbeitingu að foreldrum og/eða kennurum dytti aldrei í hug að hún væri meðADHD. Stundum er þessi ofur-einbeiting leið stúlkunnar til að geta gert verkefnið spennandi, þó henni finnist það leiðinlegt. Stundum finnst henni hún ekki hafa neina stjórn eða yfirsýn yfir neitt.

Sjá einnig: Með einstaklingi með ADHD í hjónabandi

Alltaf á hreyfingu

Ef stúlka er ofvirk, gæti henni verið lýst sem „strákastelpu“, eins klisjulegt og það orð er nú, vegna þess að hún hefur gaman af líkamlegri hreyfingu og virðist ekki hafa gaman að „týpískum hlutum“ sem stúlkur á hennar aldri eru að gera. Hún gæti líka alltaf verið á iði, kannski að sveifla stöðugt fótunum eða vera alltaf að hreyfa sig á stólnum sínum, skipta um stellingu o.s.frv.

Hvatvís

Stúlka með hvatvísi getur talað mjög mikið og verið hvatvís í orði, truflað aðra, talað óhóflega eða skipt um umræðuefni aftur og aftur meðan á samtölum stendur. Hún gæti misst setningar út úr sér án þess að hugsa þær til enda og hvernig áhrif þær hafa á fólkið í kring.

En þessi stúlka getur líka verið mjög viðkvæm. Sumum stúlkum með ADHD er lýst sem of tilfinninganæmum og þær spennist upp af litlu tilefni.

Vísbendingar um ADHD og einkenni

Það munu ekki allar stúlkur með ADHD sýna öll einkennin og vísbendingarnar hér að neðan. Einnig er það, að hafa eitt eða tvö þessara einkenna ekki ávísun á að vera með ADHD. Hinsvegar, ef dóttir þín virðist sýna nokkur af þessum einkennum stöðugt, gæti samtal við fagmann verið gagnlegt.

  • Virðist mikið „til baka“ eða hlédræg
  • Auðvelt að græta hana
  • Dagdreymin og í sínum eigin heimi
  • Erfiðleikar við að viðhalda einbeitingu; truflast auðveldlega
  • Óskipulögð og oft draslari (útlitslega og/eða á heimili)
  • Virðist ekki vera að reyna
  • Virðist ekki áhugasöm
  • Gleymin
  • Mjög viðkvæm fyrir hávaða, fataefnum og tilfinningum
  • Veður á henni stundum, þ.e. talar mikið (hefur alltaf mikið að segja en er ekki góð í að hlusta)
  • Ýkt tilfinningaviðbrögð, ofurnæmni
  • Lítur út fyrir að gera „kæruleysisleg“ mistök
  • Gæti oft skellt hurðum
  • Oft sein (léleg tímastjórnun)
  • Vandamál við að klára verkefni
  • Virðist feiminn
  • Virðist komast auðveldlega í uppnám
  • Veður úr einu verkefni í annað
  • Tekur sér tíma að vinna úr upplýsingum og leiðbeiningum; virðist sem hún heyri ekki í þér
  • Hvatvís í tali, missir hluti út úr sér og grípur frammí

Sjá einnig: ADHD barn vs. barn sem er ekki með ADHD

Hvað svo?

Ef stúlkan þín er greind með ADHD er hægt að meðhöndla það og stjórna því. Oft er notaðar skipulagsaðgerðir, lyf, ráðgjöf og stuðningur.

Bara það að vita að hún er með ADHD getur orðið til þess að stúlkan losnar við skömm og sektarkennd. Það getur líka orðið til þess að hún hugsar ekki um sig sem „metnaðarlausa“, „plássfreka“, „heimska“ eða „lata“. Hún er ekkert af þessu framantöldu; hún er einfaldlega með ADHD.

Hægt er að fara í greiningarferli með aðstoð heimilislæknis eða með því að hafa samband við sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Einnig eru miklar og góðar upplýsingar á heimasíðu ADHD samtakanna.

Heimildir fyrir þessa grein fengnar af Verywellmind.com

SHARE