Þá er hann runninn upp, aðfangadagur jóla. Dagurinn sem allt þetta umstang seinustu vikna hefur snúist um. Dagurinn fyrir fjölskylduna til að vera saman, gleðjast saman og gleðja hvort annað.

Við ætlum að gefa heppnum lesanda svona stórglæsilegan Samsung Galaxy Alpha síma. Hann er til í 5 litum, svartur, blár, gylltur, silfur og hvítur.

Leikurinn verður í nokkra daga að þessu sinni, en við viljum vera viss um að sem flestir geti tekið þátt og þess vegna ætlum við að draga út að morgni 29. desember.

Eina sem þú þarft að gera er segja okkur í athugasemd hér fyrir neðan hvað lit þú vilt og þú ert komin/n í pottinn. 

Skrifaðu t.d. athugasemdina „Gylltan Samsung Galaxy Alpha“ ef þú vilt gyllta símann. 

samsung-galaxy-alpha

Samsung Galaxy Alpha er nýjasti síminn í Samsung fjölskyldunni og er alveg einstaklega fallegur. Hann er þunnur, skjárinn er mjög hæfilegur og ofboðslega tær.

Það er allt í þessum síma sem nútímamanneskjan þarf. Það er 12 megapixla myndavél í símanum og það er einn „fídus“ í myndavélaforritinu sem heitir „Beauty face“ sem má eiginlega segja að sé innbyggð myndvinnsla. Sjálfsmyndirnar verða óaðfinnanlegar með þessari stillingu.

Samsung_Galaxy_Alpha_release_date

 

 

Rafhlaðan í símanum endist heillengi og innra minni símans er 32 GB. Fingrafaraskanni er í símanum sem er náttúrulega bara alger snilld.

Ef þig langar að fræðast meira um símann og það sem í honum býr, smelltu þá hér. 

Leikurinn verður í nokkra daga að þessu sinni, en við viljum vera viss um að sem flestir geti tekið þátt og þess vegna ætlum við að draga út að morgni 29. desember.

Gleðileg jól kæru vinir og hafið það sem allra best um hátíðarnar.

SHARE