3 ára drengur skýtur tvær manneskjur

Skotárás sem átti sér stað fyrir nokkrum dögum hefur leitt til handtöku manns sem var eftirlýstur fyrir morð.

Það var á fimmtudagskvöld sem 3 ára gamall drengur komst í skotvopn og skaut tvær manneskjur í íbúð í Lafayette í Illinois.

Fólkið sem varð fyrir skotunum lést ekki en þau voru flutt á spítala þar sem meiðsl þeirra voru meðhöndluð. Þau eru ekki lífshættulega slösuð en móðir litla drengsins er annað af fórnarlömbunum. Hitt fórnarlambið var svo Trayshaun Smith, vinur móðurinnar.

Það kom fljótlega í ljós að Trayshaun var eftirlýstur vegna morðs og var hann því handtekinn á spítalanum.


Sjá einnig:

SHARE