3 hlutir sem þú þarft að vita um „pegging“ og af hverju elska karlar það

Pegging. Kannski hefurðu heyrt um það, kannski hefur þú prófað það, eða kannski langar þig til að prófa það en veist ekki hvar þú átt að byrja. Í þessari grein fjöllum við um þessa tilteknu kynlífsathöfn, hvað þarf til að framkvæma hana og hvers vegna fleiri og fleiri pör eru að prófa þetta.

Hvað er „pegging“ kann einhver að spyrja? En það er einfaldlega þegar kona tekur karlmann í endaþarm með svokölluðum „strap-on“.

photo by imagerymajestic

Frá útgáfu myndarinnar Bend Over Boyfriend, sem er fræðslumynd sem kom út árið 1998, hefur verið meiri umræða og meðvitund um örvun blöðruhálskirtils sem eykur kynferðislega ánægju karla.

Árið 2001 hélt kynlífsdálkahöfundurinn Dan Savage keppni þar sem lesendur hans voru beðnir um að finna nafn á þessa kynlífsathöfn og nafnið sem var valið var „pegging“ en við vitum ekki hvort til sé eitthvað íslenskt orð yfir þetta.

Í kjölfar alls þessa og opnunar á umræðu um „pegging“ hefur það aukist til muna að pör hafi prófað þetta en á seinasta áratug var 300% aukning á sölu „strap-on“ beisli til gagnkynhneigðra para.

Fyrir pör sem hafa áhuga á að prófa „pegging“ í fyrsta skipti eru hér nokkur gagnleg ráð:

1. Finndu rétta beislið og kynlífsleikfangið.

Beislið ætti að passa vel án þess að það sé að hreyfast of mikið, til að njóta upplifunarinnar til fulls. Fyrir nýliða ætti dildóinn að vera frekar lítill og þunnur með bogadreginni hönnun sem ætlað er að ná í blöðruhálskirtli karlmanns.

2. Mundu: Sleipiefni er nauðsynlegt.

Notaðu mikið magn af sleipiefni og bættu við eftir þörfum. Farið varlega og talið saman. Helmingurinn af skemmtuninni er að tengja við makann og deila reynslunni.

3. Slakaðu á og njóttu.

Margir karlmenn segja að fullnægingarnar sem þeir ná við endaþarmsörvun séu bestu fullnægingar sem þeir hafa upplifað. Pör hafa talað um að eitt af því skemmtilegasta við „pegging“ sé að hlutverkunum sé svolítið snúið við.

Heimildir: YourTango


SHARE